Sálfræðingurinn Hugo Þórisson er látinn

Hinn virti barnasálfræðingur Hugo Þórisson er látinn aðeins 64 ára að aldri en hann hafði glímt við krabbamein frá því 2010. Hugo var mörgum að góðu kunnur. Hann starfaði að bættum samskiptum barna og foreldra í yfir 30 ár og hjálpaði ótal fjölskyldum.

Hugo lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Stundaði síðan nám við HÍ, Háskólann í Osló og lauk námi í sálfræði við Háskólann í Árósum árið 1979. Hann starfaði hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur við sálfræðiþjónustu í skólum, síðar hjá sveitafélögum og hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.

Síðustu árin rak hann sína eigin sálfræðistofu.

Blessuð sé minning hans.

SHARE