Saltsprey er notað til að gefa hárinu náttúrulegt strandútlit, þar sem hárið er örlítið sjúskað og liðað. Saltsprey er þægilegt í notkun en það getur þurrkað hárið svo það skiptir máli að nota það rétt.

 

Hversu mikið?
Best er að prófa sig áfram bæði með magn og mismunandi sprey. Stundum nægir örlítið mistur eða það þarf að úða vel í gegnum allt hárið. Best er að byrja á að setja lítið og bæta svo við smám saman, sérstaklega í hár sem hættir til að þorna.

 

Hvar á spreyja?
Ekki má setja of mikið í rótina. Spreyjið virkar best í frá miðju hári og að hárendunum. Hinsvegar ef hárið er feitt er hægt að úða smá saltspreyi í rótina til að lyfta hárinu og fríska upp á það.

Hvenær á að nota það?
Það má úða hárið með saltspreyi þegar það er þurrt og kreista svo aðeins hárið hér og þar til að kalla fram liði. Saltsprey má líka úða á blautt hár og þurrka með hárþurrku á eftir til að fá fyllingu í hárið.

 

Komið í veg fyrir að hárið þorni upp.
Saltsprey getur þurrkað hárendana. Til að forðast það er hægt að setja „leave-in“ hárnæringu í hárið eða flókasprey.

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE