Selja fasteignir til styrktar björgunarsveitum

Fasteignasalan Eignatorg gerði í byrjun árs 2012 samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um stuðning við björgunarstarf.

Stuðningur af þessu tagi er mikilvægur starfi Slysavarnafélagsins en þar er um að ræða samstarf sem hjálpar til við að tryggja rekstrargrundvöll Landsbjargar

segir Gunnar Stefánsson, sviðstjóri hjá Landsbjörg.

Eignatorg leggur fasta fjárhæð í rekstrarsjóð Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar fasteign hefur verið seld og hefur uppskera af fyrsta hluta þessa samnings þegar verið greidd til Landsbjargar en Eignatorg færði Landsbjörg 570.000 krónur í byrjun ársins á grundvelli samningsins sem er til þriggja ára en Eignatorg greiðir tvisvar á ári til félagsins.

Við hjá Eignatorgi vitum að tækjabúnað björgunarsveitanna þarf að endurnýja  og halda þarf honum við og er það gleðiefni að geta stutt starf hinna fjölmörgu sjálfboðaliða og útkallshópanna sem þeir mynda þar sem við teljum björgunarsveitir landsins vera ómissandi í okkar þjóðfélagi og táknmynd þeirrar samstöðu sem við þurfum að sýna.

segir Björgvin Guðjónsson eigandi og framkvæmdastjóri Eignatorgs,

Með ásókn í hlut björgunarsveita í flugeldasölu viljum við sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja við bakið á þeim með beinum hætti,

segir hann.

Yfir 18.000 sjálfboðaliðar starfa undir merkjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar um land allt. Dag hvern er 3.500 manna útkallshópur tilbúinn að bregðast við þegar neyðarkall berst.

Með því að skrá þína eign á sölu hjá Eignatorgi leggur þú þitt af mörkum þar sem föst fjárhæð er greidd til Slysavarnafélagsins fyrir hvern frágenginn kaupsamning

segir Björgvin að lokum.

Screen shot 2013-01-08 at 11.33.12

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here