Skelfilegt fjöldamorð í frönsku Ölpunum – Tvö börn lifðu af – Yngri stúlkan fannst undir pilsi dáinnar móður sinnar

Saad al-Hilli og fjölskylda hans fóru í ferðalag um friðsæl svæði í Ölpunum. Það var síðasta ferðin þeirra. Þó að náttúrufegurðin sé enn sú sama og var líður fólki ekki vel að fara þarna um því að það er ómögulegt að gleyma þeim ósköpum sem þarna gerðust. Skotárásin var gerð þar sem áin liðast fram dalinn undir grænni krónu trjánna.

Það var hér, á myndinni fyrir ofan á þessu útskoti  á veginum sem hin villimannlega skotárás var gerð. Fjórir fullorðinir létu lífið og tvö börn vitnuðu verknaðinn.

Morðingjanum ekki verið náð
Enn hefur ekki tekist að komast að hvað þarna gerðist og engar vísbendingar eru enn fundnar um  árásarmennina. Það var hlýr eftirmiðdagur í september og Saad Al-Hilli fjölskyldan lagði af stað frá tjaldstæðunum þar sem þau höfðu dvalið rétt fyrir utan ferðamannastaðinn Anncey.  Þau óku gegnum Chevaline þorpið og inn í skóginn.  Zainab, sjö ára gömul dóttir Saad al-Hilli var í framsætinu við hlið hans en kona hans, tengdamóðir og fjögurra ára dóttir þeirra,  Zeena í aftursætinu.

Fjöldamorð – börnin tvö lifðu af
Ekki er ljóst hvað svo gerðist en þegar þau voru komin stuttan spöl út úr þorpinu var ráðist á þau. Tuttugu og einu skoti var hleypt af og fjórir lágu í valnum.  Einhverra hluta vegna var Zainab ekki í bílnum og hún var skotin í öxlina og barin svo illa að haldið var að hún væri dáin þegar hún fannst. Þeir sem fundu hana héldu við fyrstu sýn  að hún hefði orðið fyrir bíl. Hjólreiðamaður sem þarna átti leið um var líka skotinn til bana. Hann hefur sennilega verið talinn hafa séð of mikið svo að morðingjarnir urðu að losa sig við hann.

Lögreglan fann yngri systurina undir pilsi dáinnar móður sinnar
Breskur hjólreiðamaður kom fyrstur á staðinn og hlúði að telpunni sem lá þar helsærð.  Það er talið honum að þakka að hún lifði þetta af. Lögregla fann yngri systurina í felum undir pilsi dáinnar móður sinnar í baksætinu. Fjölskyldunni mun verða falin forsjá barnanna. Enn er verið að tala við stúlkurnar og saksóknarinn segir að eldri telpan sé eina vitnið að árásinni. Ekki er búist við að meiri upplýsingar fáist við yfirheyrslurnar en samt er enn verið að reyna að átta sig á hvað þarna var á ferðinni. Hann telur að ekki sé öll von úti um að málið verði upplýst. „Við athugum allar vísbendingar og útilokum allar tilgátur þar til mál upplýsast“, segir hann. Hann telur að ekki hafi átt að drepa hjólreiðamanninn heldur hafi hann borið þarna að og því verið skotinn. Breski hjólreiðamaðurinn sem bjargaði lífi eldri telpunnar var greinilega ekki heldur aðili að árásinni.

Hér er mynd af fjölskylduföðurnum.

Athugað hvort fjölskylda mannsins hafi framið morðin
Þá er verið að athuga erfðamál fjölskyldunnar. Saad al-Hilli var ekki auðugur en hafði erft  einhverjar eignir og olli það ósætti í fjölskyldunni. Enn eru engir sérstakir grunaðir um glæpinn en rannsókn heldur áfram og hafa yfirvöld í Íraq, þaðan sem fjöslkyldan er ættuð, verið beðin um að aðstoða við rannsóknina. Hlutur af arfinum sem Saad al-Hilli tæmdist voru húseignir í Íraq og er nú verið að athuga hvort með drápunum hafi átt að koma í veg fyrir að hann gæti snúið aftur til Íraq til að taka við eigum sínum þar. Fjölskylda hans þar hafði varað hann við og sagt honum að það væri ekki ráðlegt að koma heim en það ætlaði hann sér samt að gera.

Við húsleit fundust bréf þar sem hann segir að hann óttist um líf sitt og sé það vegna  ósættis og átaka í fjölskyldunni út af erfðamálunum.

Það er ákaflega tímafrekt að athuga öll skjöl og gögn sem tengjast málinu. Saad al-Hilli geymdi öll bréf og afritaði allan póst sem hann fékk og sendi sjáfur og geymdi í tölvunni. Rannsóknin í þessu máli nær nú til fimmtán landa.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here