
Þessi íbúð er einstaklega skemmtileg en hún er í þekktu húsi á Hverfisgötunni. Við höfum öll keyrt þarna og tekið eftir byggingunni og eins hafa nokkrar búðir verið á fyrstu hæð byggingarinnar.

Íbúðin er á 4. og efstu hæð byggingarinnar og mikil lofthæð gerir hana öðruvísi.

Eldhús og stofa eru í opnu rými og björtu rými sem býður upp á marga möguleika.

Það eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni og herbergin öll frekar rúmgóð.
Smellið á fyrstu myndina til að skoða allar myndirnar af íbúðinni.
Íbúðin er til sölu hjá Fasteignasölunni Lind og þið getið séð allar upplýsingar hér.