Stal penna eftir tveggja klukkustunda bið

Svavar Knútur kemur úr sveitinni og er tónlistarmaður og elskar vinnuna sína mjög mikið. Hann hefur átt kraftgalla og unnið við sultugerð. Svavar Knútur skellti sér í Yfirheyrsluna hjá okkur.

 

Fullt nafn: Svavar Knútur Kristinsson
Aldur: 36
Hjúskaparstaða: Kvæntur
Atvinna: Tónlistarmaður

Hver var fyrsta atvinna þín?
Sveitastrákur og sjómaður auk stuttrar viðkomu í sultugerð.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Svona fyrir utan að ganga um í jogging fötum og kraftgalla og vera með Stallsklippingu? Neeei, ekkert svakalega.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Ótal, eiginlega alveg ótrúlega mörg.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Við skulum orða það svoleiðis að ég hef klippt mig sjálfur síðustu 10 árin.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Ekki nema mig vanti eitthvað úr þeim, eins og skæri ef mig grípur skyndileg klippiþörf.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Ég var að hlusta á hljómsveit úti í Toronto, ótrúlega flott hljómsveit sem heitir Spaceships are Cool. Var að sjá hana í fyrsta skipti. Og ég tók eftir því að söngvarinn sat og spilaði á kassagítar og söng. Mér fannst það svolítið hallærislegt og hafði það á orði við félaga minn. Þá sagði hann ótrúlega rólegur: “Já, það er kannski af því hann er í hjólastól.” Við söngvarinn í Spaceships are cool erum bestu vinir í dag og hann hlær enn að þessari sögu.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
Gmail og youtube, svo nokkrar æðislegar webcomic síður sem mér þykir mjög gaman að.

Seinasta sms sem þú fékkst?
Mjög fallegt og innilegt sms frá konunni minni.

Hundur eða köttur?
Bæði.

Ertu ástfangin/n?
Alveg upp fyrir haus.

Hefurðu brotið lög?
Ótal lög og fyrningartíminn er ekki liðinn á glæpum mínum, svo ég ætla ekki að segja neitt. Það eru hinsvegar yfirleitt ótrúlega ómerkilegir glæpir.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Nei og já…

Hefurðu stolið einhverju?
Ég stal einu sinni sharpie penna af fyrirtæki sem lét mig bíða í 2 klst eftir að byrja atriðið mitt. Maturinn orðinn kaldur heima og mjög gaman… Svo þegar atriðið byrjaði voru allir orðnir bæði drukknir og leiðinlegir. Svo ég stal litlum sharpie penna og hló eins og vondikall í James Bond bíómynd…

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Ekki neinu. Ég bý í núinu og það hefur verið mjög langur og strangur skóli að læra að sættast fullkomnlega við núið.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Það eru sosum engin eftirlaun fyrir tónlistarmenn. Við höldum bara áfram þangað til við drepumst. En ef ég hætti einhvern tíma að vinna og lendi inni á hjúkrunarheimili, þá ætla ég að vera útúrruglaður, sífullur og freðinn, óalandi og óferjandi villingur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here