Stjörnuspá fyrir apríl 2023 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars – 19. apríl

Kæri Hrútur. Það verður einhverskonar drama í nánu sambandi og þá mun reyna á getu þína til að halda ró þinni og mundu að taka ekki öllu svona persónulega. Haltu friðinn við ástvini þína með því að gera málamiðlanir og standast eðlishvöt þína sem fær þig til að fara í þrjóskurifrildi.

Með komu vorsins muntu finna fyrir eldmóði til að fara að æfa og þig mun ekki skorta neitt því þú ert með svo sterkan viljastyrk. Skipulag og skilvirkni verða þín sterkasta hlið, sérstaklega í vinnunni, og þú munt geta hrint hugmyndum þínum í framkvæmd án minnstu vandamála eða tafa. En ekki gleyma að borða rétt og taka þau vítamín sem þú þarft á að halda. Þú þarft að passa upp á líkamann þinn.

Haltu áfram að vinna í sjálfri/um þér til að byggja upp innri styrk og þá munu draumar þínir rætast.