Strákur með Asperger gerir myndband um einelti

Mörg börn þurfa að kljást við einelti á hverjum degi. Ryan Wiggins er 14 ára breskur strákur sem hefur verið greindur með Asperger. Krakkar í skólanum hans hafa strítt honum mikið, kallað hann nörd og homma.

Annað hvort gat hann þjáðst í þögninni eða talað upphátt og ákvað hann að gera það síðarnefnda.

Sjá einnig: Einelti – ráð til foreldra

Ryan ákvað að gera myndband sem hann kallar “Tomorrow” eða á morgun, þar sem hann myndar sjálfan sig frá því hann vaknar á morgnana, gerir sig tilbúinn fyrir daginn, tekur lyfin sín sín og þar til að hann er grátandi yfir því að vera strítt. 

Mun einhvern tíma koma sá tími þar sem ég verði loksins hamingjusamur?

Stríðninni lýkur ekki þegar hann er búinn í skólanum, heldur heldur hún áfram.

https://www.youtube.com/watch?v=T2wO9_7zPYw&ps=docs

SHARE