Stríddu henni á því að hún gengi um í strákafötum – Góð áminning

Ótrúlega fallegur status sem Ylfa Rúnarsdóttir skrifaði á Facebook síðu sína.
Máttum til með að deila þessu fyrir krakka og foreldra, góð áminning.

Ég var að labba í skólann í dag þegar ég mætti lítilli vinkonu minni sem ég hef kynnst og þjálfað aðeins í skateparkinu, hún er bara 9 ára, en hún er algjör töffari.
Hún er skater, hefur æft brakedans og æfir bardagaíþróttir.

Svo þið getið ýminað ykkur hvað hún er skemmtileg og fyndin þá labbaði hún með bandý kylfu í skólann og ég spurði hvort hún væri að fara í bandý í skólanum, hún svaraði : “nei mér fynnst bara gaman að spila bandý með snjóboltum eða klakabitum á leiðinni í skólann.”

Mér fynnst hún ekkert smá töff týpa !!
Við gengum saman áleiðis og spjölluðum um allt mögulegt og þar á meðal skólann.
Ég spurði hana hvort það væru einhverjir fleiri vinir hennar í bekknum á hjólabretti.
Þá svaraði hún mér að hún ætti alls ekki marga vini í bekknum, hún er lögð í einelti hún sagði að krakkarnir stríddu henni því hún gengi um í strákafötum og að hún væri eins og hún er.
Mér fannst þetta gjörsamlega glatað að heira þetta er það eina sem ég hef hugsað um í dag!

Afhverju erum við svona dómhörð ?

Ég sagði henni bara að halda áfram að vera hún sjálf og ekki hlusta á það að hún væri ekki nógu töff eða öðruvísi.
Jafn töff og sterkur einstæklingur eins og hún er brosti hún bara útað eyrum og sagðist aldrei breyta sér vegna álits annara.
Svo sagðist hún þurfa að hlaupa hún var að verða of sein í skólann.

Þar skildust leiðir okkar í morgun, þessi litla stelpa er einn mesti töffari sem ég þekki.
Ég mæli með því fyrir alla að taka hana sér til fyrirmyndar og vera jafn örugg og stolt af okkur sjálfum og láta ekki aðra segja okkur hvort við séum nógu góð.

Ég held líka að þessir krakkar muni fatta það eftir nokkur ár hvað hún er SJÚKLEGA töff og aljgör gersemi!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here