Það er oft talað um að lóan sé ákveðinn vorboði en ég get ekki verið sammála því. Ég vil meina að það sé þegar líkamsræktarstöðvarnar fara að auglýsa að nú sé rétti tíminn til að fara að koma sér í bikiníform fyrir sumarið. Í hóptímum í ræktinni er maður svo hvattur áfram með orðum frá kennaranum að maður verði flottur í bikiníinum í sumar ef maður geri viðeigandi æfingu. Í fleiri en einni líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu er meira að segja boðið upp á sérstakt námskeið til að ná þessum bikiní árangri.

Það merkilega við allar þessar bikiní líkama auglýsingaherferðir er að það býður engin líkamsrækt upp á sundskýlu námskeið stílað inn á karlmenn. Mér finnst þetta senda afar röng skilaboð til kvenna og ungra stúlkna og þess vegna fannst mér þessi hér mynd stórsniðug.

dc287ac29a72da7457c67a620cea3373

Ég er fyrst að viðurkenna að ég fell yfirleitt alltaf strax í þessa gryfju að ég þurfi að grenna mig svo ég verði nú flott á bikiníinu einu saman en það er erfitt að láta ekki allar auglýsingarnar og greinarnar um þetta sem vind um eyru þjóta. Þá sérstaklega þegar auglýsing um bikiní námskeið er sett inn klósettin á líkamsræktarstöðvunum.

 

SHARE