Nú þegar sumarið er rúmlega hálfnað ætti rabbabarinn að vera farinn að spretta vel og því tilvalið að nýta þetta ódýra hráefni í matargerðina. Þeir sem geta ekki nælt sér í rabbara úr garðinum þurfa ekki að örvænta því ef þú getur heldur ekki stolið honum úr garði nágrannans þá er hreinlega hægt að skjótast út í næstu Víðis verslun og tryggja sér ferskan rabbabara.

Ég tryggði mér rabbabara í Víði og fór svo heim og leitaði á internetinu af desert uppskriftum sem innihéldu rabbabara. Það var úr nógu að velja og ákvað ég því að fara auðveldu leiðina og velja einhverja uppskrift sem væri með hvað hentugustu hráefnunum. Þegar ég meina hentugustu hráefnunum þá er ég að hugsa útfrá því hvað ég á í skápunum heima hjá mér eins og hveiti, sykur, hafrar og svo framvegis.

Kostnaðurinn getur nefnilega hækkað verulega þegar maður leggur í köku sem inniheldur hin ýmsu hráefni sem þarf að kaupa sérstaklega og ég mun líklegast ekki koma til með að nota aftur nema jú ef ég skelli í sömu uppskrift einhvern tímann seinna á lífsleiðinni.

Kakan sé valdi heitir Rhubarb Strawberry Crunch og er alveg hreint æðisleg með nýþeyttum rjóma.

Innihald

1 bolli hvítur sykur/hrásykur
3 matskeiðar hveiti
3 bollar jarðarber skorinn
3 bollar rabbabari niðurskorinn
1 1/2 bolli hveiti
1 bolli púðursykur
1 bolli smjör (stofuhita)
1 bolli hafrar (tröllahafrar)

Aðferð

Stillið ofninn á 180 gráður (minna ef þið notið blástur). Setjið í stóra skál sykurinn, 3 matskeiðar af hveiti, jarðarberin og rabbarann. Blandið þessu vel saman og setjið í botninn á eldföstu móti.
Í aðra skál er svo sett 1 1/2 bolli hveiti, púðursykur, smjör og hafrar. Þessu er blandað saman og síðan mulið yfir jarðarberja og rabbabarablönduna.

Þegar ég gerði þetta spilaði ég nú þetta alveg eftir eyranu og hafði vel af smjöri í deiginu til þess að það væri vel klesst. Þetta er síðan bakað í 40 til 45 mínútur eða þangað til þetta er orðið ljós brúnt.

Til þess að gera kökuna ódýrari má vel nota frosin ber svo lengi sem þeim er leift af afþýðast þannig mesti vökvinn skiljist frá. Ég notaði hins vegar fersk jarðarber og skilaði sér það vel safinn úr berjunum.

SHARE