Calvin Harris (32) er brjálaður út í sína fyrrverandi, Taylor Swift (26), eftir að hún sást opinberlega með nýjan gaur upp á arminn aðeins tveimur vikum eftir að hún hætti með Calvin.
Calvin hafði grunsemdir um að Taylor væri farin að hafa augastað á öðrum manni meðan þau voru saman. Það var svo staðfest þegar myndir af Taylor og hinum sjóðheita Tom Hiddleson (35) á MetGala voru birtar á netinu.
„Taylor og Calvin voru í nánu ástarsambandi en Calvin fór að gruna að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera í byrjun maí,“ segir heimildarmaður HollywoodLife, en það var einmitt í byrjun maí sem Taylor hitti Tom en Calvin var ekki viðstaddur. Taylor eyddi öllu kvöldinu með Tom og fór vel á með þeim.
Taylor og Calvin tilkynntu svo sambandsslitin 1. júní.
Þessi forsíða var svo birt og það staðfesti grunsemdir Calvin.
Calvin hefur nú eytt út tilkynningu sinni um sambandsslitin af Twitter hjá sér þar sem hann hafði talað um „ást og virðingu“. Hann hefur einnig eytt Taylor út af vinalistanum sínum, svo það er greinilegt að hann er ekki sáttur.