Það er niðurlæging að vera viðhald!

Ég held að við flestar þekkjum einhvern sem þekkir einhvern sem hefur verið með giftum manni.
Satt að segja held ég að það sé nokkuð algeng eins sorglegt og það er.
Það er ekki í lagi, undir neinum kringumstæðum að halda við giftan mann þótt hann segist vera að fara skilja, þeir segja það flestir.
Ef þeir eru svona hrifnir af ykkur þá bera þeir virðingu fyrir þér og konunni sinni þar til hefur verið skrifað undir og gengið frá hlutunum og í allra fyrsta lagi að vera fluttir út!
Konur halda líka framhjá en ég hef betri innsýn í þetta þar sem ég þekki nokkrar sem hafa staðið í þessum leiðindum.
Það ótrúlegasta er að það nota allir mennirnir sömu tæknina, þeir segja allt við stelpurnar sem þær vilja heyra, lofsyngja þær og gera þær ástfangnar af sér.
Þeir segjast vera að fara skilja, eða fljótlega, þegar búið er að ganga frá vissum hlutum en það taki smá tíma, þið þurfið því að halda sambandinu leyndu þangað til.
Stelpurnar eru orðnar svo skotnar í þeim gifta að þeir geta bókstaflega logið að þeim að mamma þeirra sé karlmaður.
Sumar konur taka því sem hrósi að vera að hitta giftan mann og líta svo á að þær hljóti að vera fallegri og flottari en konan hans.
Hvernig getur það staðist ? ég sé ekki annað en niðurlægingu fyrir konuna sem er að hitta giftan mann. Hitta mann sem heldur þér leyndri fyrir öllum, notar þig og segir við þig fallega hluti á meðan en fer svo heim til konunnar.
Það er ástæða fyrir því að hann búi ennþá með konunni sinni og skilnaður sé ekki genginn í gegn, ef fólk ætlar að skilja þá flytur það út svo einfalt er það.
Viðhaldið þorir gjarnan ekki að fara fram á neitt eða spyrja hvenær í ósköpunum hann ætli að skilja vegna hræðslu við það að hann ,,dömpi‘‘ henni. Er það ekki allt sem segja þarf ?

Ekki láta draga þig á asnaeyrunum og vera leikfang fyrir mann sem getur ekki haldið sig við konuna sína.
Það hefur ekkert uppá sig nema slæmt að halda við gifta menn, hugsaðu um konuna hans, hugsaðu um hvað þú ert að taka þátt í, taka þátt með manni sem er að svíkja konuna sína og jafnvel börn.
Konur segja gjarnan að þetta sé hans mál og að hún eigi ekki að gjalda fyrir það sem hann er að gera, það er ekki hún sem er gift eða svíkja konuna, en vissulega er viðhaldið að taka þátt í svikum.
Einnig ef þú þekkir einhvern sem heldur við giftan mann, ekki taka undir vitleysuna, vertu í það minnsta algerlega hlutlaus.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here