Það heitasta í naglatískunni í dag

Það heitasta í naglatískunni í dag, samkvæmt samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Youtube, er Glass Manicure, eða glerbrotsneglur ef við þýðum þetta afar lauslega. Neglurnar eru þá lakkaðar í lit að eigin vali og síðan er klippt niður marglitað sellófan og því púslað á neglurnar. Og úr verða neglur sem líta út eins og brotið gler – eða svona næstum.

Sjá einnig: Skemmtileg ,,trix“ fyrir alla sem elska naglalökk

Þetta kemur ótrúlega skemmtilega út og örugglega alveg þess virði að prófa.

SHARE