Það versta sem maður getur sagt við hinn helminginn!

Stundum sleppa leyndar hugsanir okkar út eins og klaufaleg orðaæla. Það er ýmislegt sem ber að varast í samböndum og allskyns spurningar og setningar sem skapað geta leiðindi. Hér eru nokkur dæmi um setningar sem geta verið vafasamar að segja við maka sinn.

“Finnst þér Palli/Steinunn ekki frekar falleg (myndarlegur)?”

Getur verið uppskrift af leiðindum, ef þú spyrð að þessu þá að minnsta kosti verður þú að geta tekið því vel ef maki þinn segir “mér finnst hún gullfalleg” þú getur ekki spurt að þessu og búist við að fá endilega svarið sem þú villt. Oft er þetta dulin bón frá maka um fullvissu um eigið ágæti, svarið sem makinn er líklega að vonast eftir er “nei hún/hann jafnast ekkert á við þig ástin mín” eða eitthvað í þá áttina.. daah

 „Minn (mín) fyrrverandi gerði þetta líka !”

Hvort sem þu ert að hrósa maka þínum eða vekja duglega athygli á einhverjum ótækum galla er það aldrei góð hugmynd að bera núverandi maka þinn saman við þann fyrrverandi. Því verður ekki vel tekið ef þú segir hinum helmingum hvað sá (sú) fyrrverandi nuddaði fæturna dásamlega, eða þá að koma með ljótar athugasemd um ömurlegan fatasmekk, eða bara almennt ljótt umtal.Þetta er uppskrift að stórslysi og hinn helmingurinn veltir því fyrir sér af hverju þú ert með þinn (þína) fyrrverandi  á heilanum. Næst þegar minningar um þinn (þína) fyrrverandi gerast ágengar ættirðu að halda þeim fyrir þig.

 

 „Æj getum við bara lokið þessu af, þátturinn minn byrjar kl 8!”

Þetta skýrir sig nú alveg sjálft. Ef kynlífið skiptir minna máli en einhver sjónvarpsdagskrá getur hinum helmingnum fundist að mjög mikið hljóti að vanta á frammistöðu hans. Gættu þín bara á hvaða afleiðingar það getur haft að segja þetta upphátt jafnvel þó að þú hafir beðið spennt eftir að vita hvað muni gerast í næsta þætti. Karlmenn geta alveg verið viðkvæmir fyrir þessu líka.

 

 “Það er allt í lagi með mig”, þegar það er alls ekki svo.

Þér mislíkaði greinilega að hinn helmingurinn hafi valið að fara út með strákunum eða vinkonunum frekar en þér og þetta skapar margskonar vandamál í dálitla stund. Þú situr þarna og veltir þér upp úr reiðinni, spennan magnast  og þið sitjið þarna saman og bíðið eftir að hitt rjúfi  þögnina og lagi til  ónotalegt andrúmslotið.  Þegar loksins er farið í það að laga fyrsta vandamálið er komin runa af öðrum vandamálum vegna fýlunnar sem fólk datt  í.  Bæði sögðuð þið eitthvað sem betur hefði verið ósagt og nú eruð þið flækt í vef vandræða sem hefði auðveldlega mátt komast hjá. Ef þú ert spurð(ur) hvort allt sé í góðu lagi hjá  þér skaltu nota tækifærið til að greina skilmerkilega frá hvað þér finnst vera að en ekki að finnast þú hafir það skítt og búa til eitthvert uppistand. Ég held að við konur séum verri með þennan part, við látum oft eins og allt sé í lagi þegar raunin er önnur.

“Ættir þú að vera að borða þetta?”

Það er ekki sniðugt að spyrja elskuna þína, sérstaklega ef elskan en kvenkyns,  hvort það sé nú ráðlegt að vera að borða þennan kleinuhring sem er að hverfa með súkkulaði og öllu inn í munninn.  Það er satt að segja sykurhúðuð leið til að segja:  “Þú hefur fitnað, hættu að éta ruslfæði ”. Ef þú misstir þetta út úr þér skaltu láta þig hverfa. Farðu út og láttu ekki sjá þig aftur.

 

“Hvað ertu að hugsa NÚNA?”

Sum okkar skellum svona spurningu á maka okkar þegar þeir eiga sér einskis ills von. Við tölum svo hratt að hinn helmingurinn hefur ekkert ráðrúm til að ljúga einhverju upp eða þess vegna til að hugsa nokkurn skapaðan hlut. Svo að hann (hún) fer að stama og hökta á svari svo að við sökum þau um að þau séu að hugsa um sína fyrrverandi eða hugsa einhverjar dónahugsanir um eitthvað annað.  Sannleikurinn er sá að vel getur verið að þau hafi bara verið að hugsa um hvað yrði í kvöldmatinn eða hvernig þau gætu leyst eitthvert verkefni sem fyrir lá. En þegar vaðið er svona að fólki man það ekki hvað það var að hugsa  hvað þá heldur að það geti komið því í almennilega setningu. Segjum nú að hugsunin hafi snúist um að verða sér úti um drátt hjá klámstjörnu eða taka upp þráðinn við fyrrverandi, myndu þau aldrei viðurkenna það. Þannig getur  þessi spurning ekki verið uppbyggileg nema svarið sé: “ég er að hugsa um þig”. En við myndum sennilega segja að það væri haugalygi. Makar okkar geta einfaldlega aldrei unnið!

 

“Þú gerir þetta alltaf”

Besta leiðin til að blása smáágreining út og gera hann að meiri háttar átökum er að nota orð eins og “aldrei” og  “alltaf.” Þau eru alltof afgerandi til að geta verið sönn. Það er ekki nóg með að þau veki reiði hennar/hans heldur fær hún vegna þeirra tækifæri til að sýna fram á að þú hafir rangt fyrir þér og hún/hann fær betri stöðu. Og svo getur farið að annar ágreiningur sem þið hafið haft muni litast af þessum sem er eins og að vekja upp og hræra í öllum stælum sem þið hafið átt í til þessa.

 

Guð hvað ég er fegin að þurfa ekki að díla við svona vesen í mínu sambandi, kannski af því við höfum bæði lært af fyrri reynslu, gæti verið..

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here