Þær eru tvíburar, fæddar með mínútna millibili árin 2013 og 2014

Meðan flestir héldu upp á áramótin 2013-2014 með partýum og hátíðahöldum var Lindsay Salgueiro á Credit Valley spítalanum í Toronto Kanada að fæða dætur sínar, tvíburana Gabrielu og Sophiu.

En það merkilega er að þær eru fæddar á sitthvoru árinu. Gabriela kom í heiminn á síðustu sekúndum ársins 2013 og vóg rúm 3 kg. Systir hennar Sophia, sem var aðeins léttari eða um 2,7 kg., fæddist 8 mínútum síðar, í byrjun ársins 2014. Gabriela er jafnfram síðasta barnið til að fæðast á spítalanum árið 2013 og Sophia fyrsta barn ársins 2014.

Móðir þeirra segir “klikkun” vera eina orðið til að lýsa þessari óvenjulegu stöðu. “Við vorum að reyna að koma Sophie í heiminn sama dag og systir hennar en hún þrjóskaðist við og vildi ekki út. Greinilega vildi hún að frumraun hennar yrði á nýja árinu”.

Tvíburasysturnar komu jafnframt óvænt í heiminn þar sem að Salgueiro var ekki sett fyrr en 19. janúar nk. Hún segir dæturnar heilbrigðar og braggast vel og hlakkar til að fara með þær heim, þar sem að tveir eldri bræður þeirra bíða spenntir.

[youtube width=”600 ” height=”325″ video_id=”oBmsRCJvbjM”]

 

 

 

SHARE