Þetta áttu aldrei að gera á almenningssalerni

Það eru örugglega ekki margir sem VILJA nota almenningssalerni. Maður gerir það einfaldlega af því að náttúran kallar og þá verður maður að svara því kalli. Thomas Russo er prófessor og smitsjúkdómalæknir við háskóla í Buffalo og vill hvetja fólk til að passa sig mjög vel þegar farið er á almenningssalerni.

Á meðal alls þess sem er ekki gott að snerta á almenningssalerni eru hurðarhúnarnir eiginlega verstir, auk takkans til að sturta niður.

Sjá einnig: Hermosa gefur fullorðins-jóladagatal

„Við vitum öll að við eigum að þvo okkur um hendurnar eftir að hafa farið á klósettið, sem er eiginlega fyndið þegar þú hugsar um það, því hendurnar verða skítugar um leið og þú opnar hurðina til að fara út af klósettinu,“ segir Thomas og bætir við að fólk geti gert ákveðna hluti til að draga úr smithættu.

Thomas mælir með því að í stað þess að koma við hurðarhúninn beint að taka bréfþurrku og nota hana til að skrúfa fyrir vatnið, fyrst, og svo til að opna hurðina fram. „Það fer eftir því í hvaða átt hurðin opnast en ég nota vanalega bréfþurrku eða bara ermina eða olnbogann til að opna hurðina. Ég reyni að snerta ekki neitt með höndunum svo ég sé alveg öruggur,“ segir Thomas. Hann segir að það sé best að þvo hendurnar vel og vandlega með nóg af sápu og koma sér út án þess að þurfa að snerta neitt og þá er maður í góðum málum.

Sjá einnig: Vill vera „sexý“ þó hún sé 71 árs

Karlmenn eiga auðveldara með að snerta ekkert því þeir geta farið inn og pissað án þess að snerta neitt, þ.e.a.s. ef það er sjálfvirkur sturtari á pissuskálinni.

Heimildir: bestlifeonline.com

SHARE