Lucy Anna María Sæmundsdóttir og Karen Ósk Sampsted, eigendur á HairDoo, segja að augnháralengingar séu að verða sívinsællri hér á landi.

„Bæði er hægt að fá lengingu og þykkingu, hægt er að velja um nokkrar gerðir og stærðir. Annarsvegar bjóðum við uppá stök hár sem eru límd inná milli augnháranna þinna og hinsvegar augnháralengingar þar sem nokkur hár eru saman í búnti og þau límd ofan á þín augnhár, lagfæring er gerð á 3-6 vikna fresti.

Þú vaknar alltaf fín og tilbúin í daginn og þarft ekki að nota maskara nema þú óskir þess frekar. Ef viðskiptavinurinn ákveður að nota maskara þarf að passa að hann sé ekki vatnsheldur og augnhreinsirinn innihaldi ekki olíu , vegna þess að olían leysir  upp límið.

Í fyrstu var ein í augnháralengingunum en vegna anna eru við orðnar fjórar sem gerum þetta hér á HairDoo.“

Tilvalið fyrir áramótin!

SHARE