Tískudrottningar sem vert er að fylgja á Instagram

Tískuinnblástur má sækja víða – í tímarit, sjónvarpsefni og í fólkið í kringum okkur. Samfélagsmiðillinn sínvinsæli, Instagram, er einnig ljómandi góð uppspretta innblásturs og fjöldinn allur af fólki sem fylgjast má með þar, sem ávallt er með puttann á púlsinum hvað nýjustu tískustrauma varðar og ætti að geta hjálpað þér á þeim dögum sem hugmyndaflugið er ekki alveg upp á sitt besta.

Ashley Madekwe (smashleybell) er leikkona sem margir þekkja úr þáttum á borð við Revenge og Salem. Það sem færri vita er að Ashley hefur í mörg ár haldið úti vinsælu tískubloggi og birtir hún reglulega myndir á Instagram af því sem hún klæðist hverju sinni. Ashley birtist reglulega í tískutímaritum og þykir mikil smekkkona.

27977_ashleym

Chloë Grace Moretz (chloegmoretz) þykir hafa skemmtilegan stíl og vekur athygli hvar sem hún kemur. Chloë er hæfileikarík ung leikkona, femínisti og tengdadóttir Beckham-hjónanna. Chloë hefur prýtt forsíður fjölmargra tímarita og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

27977_chloe

Dree Hemingway (dreelouisehemingway) er bandarísk fyrirsæta og leikkona. Dree er þekkt fyrir hippalegan og frjálslegan stíl. Hún hefur unnið með stórum nöfnum á borð við Calvin Klein og Givenchy og setið fyrir í Vogue, þannig að hún ætti að vita hvað hún syngur þegar kemur að tísku.

27977_dree

Jourdan Dunn (officialjdun) er bresk fyrirsæta sem áberandi er á rauðum dreglum víða um heim þar sem skín af henni þokki og glæsileiki. Eins er Jourdan töff týpa þegar hún er stödd annars staðar en á rauðum dregli og virkilega gaman að fylgjast með henni.

27977_jourdan

Hailey Baldwin (haileybaldwin) er flestum tískuunnendum vel kunn en hún hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum síðustu misseri. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin og hefur tekið þátt í auglýsingaherferðum á vegum Ralph Lauren, H&M og Tommy Hilfiger. Hailey er litrík og ætti að geta fyllt jafnvel svörtustu týpur dálitlum innblæstri.

27977_hailey

Olivia Palermo (oliviapalermo) kom fyrst fram á sjónarsviðið í raunveruleikaþáttunum The City en hefur svo orðið þekkt nafn innan tískuheimsins, bæði sem fyrirsæta og svo fyrir óaðfinnanlegan stíl sem tekið er eftir. Oliva hefur stundum verið kölluð drottning götutískunnar, enda vekur hún athygli hvar sem hún kemur og hefur einnig verið kosin best klædda kona New York borgar af dagblaðinu New York Post.

27977_olivia

SHARE