Tómatsúpa með twist borin fram með basil pestó og djúpsteiktum mozzarella

Þessi frá Matarlyst er heldur betur ljúffeng, leikur við bragðlaukana. Uppskriftin er fyrir u.þ.b 4
Gott er að bera gott brauð fram með súpunni.

Hráefni

2 msk olía
900 g cherry tómatar ferskir
2 heilir hvítlaukar
1 stór rauðlaukur
2 stk paprikur t.d rauð og gul/appelsínugul.
1 stk rjómaostur með papriku og chili
1 msk balsamic edik
2 tsk timjan
1 tsk svartur pipar
2 tsk salt
2 msk tómat púrra
700 ml grænmetissoð (þ.e 2 grænmetisteningar frá Knorr leystir upp í 1.l vatni)
1 dl rjómi
4 tsk Hlynsýróp bætt út í í lokin
Örlítið sjávarsalt.
Basil pestó frá t d Schala til að bera fram með.

Aðferð

Hitið ofninn í 200 gráður og blástur.

Setjið bökunnarpappír í form, setjið tómata í formið, skerið botninn af heilum hvítlaukum setjið í formið, skerið lauk í tvennt og svo í sneiðar setjið í formið.Skerið papriku fræhreinsið, skerið í grófa bita setjið í formið. Olíu, balsamediki, timjani salti og pipar er dreift yfir. Hliðrið til grænmetinu setjið ostinn ofaní mitt formið.
Setjið inn í heitan ofninn í 30 mín.

Útbúið grænmetissoð með því að setja 1 l af vatni og 2 grænmetisteninga frá knorr í pott látið teningana leysast upp í vatninu.

Þegar tómatblandan er klár setjið hana í pott, kreistið hvítlaukinn úr hýðinu, setjið 700 ml af soðinu í pottinn ásamt tómatpúrru, látið malla saman á miðlungshita í 5-7 mín. Maukið með töfrasprota, bætið rjómanum út í ásamt hlynsýrópi og jafnvel örlitu salti smakkið til.
Nú er hún klár, látið súpuna malla á mjög lágum hita til að halda hita á henni meðan þið útbúið ostinn.

2 box Mozzarella kúlur
100 g hveiti
3 tsk salt
1 tsk svartur pipar
150-200 g Brauðraspur
2 egg pískuð
Olía ca 500 ml til að djúpsteikja

Aðferð

Veltið mozzarella kúlunum upp úr hveiti, svo í egg og beint í raspinn, endurtakið
Þar til allar kúlurnar eru orðnar hjúpaðar.
Hitið olíu stingið trésleif eða annarri spítu ofaní þegar olían bubblar í kringum spítuna er hún klár. Athugið að fara varlega í kringum olíuna.
Setjið mozzarella ostinn ofaní með spaða ca 4-6 saman djúpsteikjið í 20 sek ca.
Setjið á dagblað eða eldhúspappí

SHARE