Jung Da Yeon er 46 ára gömul tveggja barna móðir. Jung kemur frá suður Kóreu. Jung segir að henni líði eins og hún hafi yngst um mörg ár eftir að hún breytti mataræðinu og fór að hreyfa sig.

Hún segist hafa vaknað einn góðan veðurdag og ákveðið að gera eitthvað í málunum. Hún sagði í viðtali við Wall Street Journal að hún hafi verið farin að þjást af bakverkjum og hafi því talið að hreyfing og þyngdartap myndi hjálpa henni að losna við viðvarandi bakverki. Jung hefur komist í heimspressuna fyrir vaxtarlag sitt sem þykir að einhverra mati eftirsóknarvert en hún segir að vaxtarlagið sé bara bónus. Aðalatriðið hafi verið að losna við bakverkina og koma sér í gott líkamlegt form.

Hún missti 20 kíló á þremur mánuðum og birti árangursmyndirnar á veraldarvefnum. Myndirnar vöktu athygli fólks en Jung þykir líta út fyrir að vera yngri en hún er. Spurningar vöknuðu um hvort hún lygi til um aldur sinn. Eftir að konan birti myndir af sér fóru konur að fylgjast með henni og biðja hana um ráð.

Jung Da Yeon er afar þekkt í Asíu og vinnur fyrir sér með því að kenna fólki að koma sér í gott form. Jung hefur gefið út kennslumyndbönd, bækur og komið fram í sjónvarpi út um allan heim. Hún hefur getið sér gott orðspor í líkamsræktargeiranum og fólk allsstaðar að fylgist með henni.

Hún hefur nú gefið út tölvuleik fyrir Nintendo Wii og opnað líkamsræktarstöð.

 

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”aDK49ROk3iw”]

SHARE