Ung kona lenti heldur betur í ógöngum nú í dag þegar hún lenti á lítt skemmtilegum strætóbílstjóra á ferð sinni um höfuðborgina. Konan sagði frá því á Facebook síðu sinni að hún hefði séð konu koma inn í strætó og strætóbílstjórinn spurði konuna, á íslensku, hvort hún vildi nota skiptimiðann aftur.  Konan sem var á aldrinum 30-40 ára, var greinilega túristi og skildi ekki orð af því sem bílstjórinn sagði.

„Og hún svarar á ensku: „ I don´t understand what you are saying“ og bílstjórinn sagði við hana:  „Ef þú skilur mig ekki hvaða tungumál skiluru þá, kínversku?!“  Þá kinkaði hún kolli en þá var mér misboðið og ég túlkaði fyrir hana hvað þessi fáviti var að reyna segja og skammaði strætóbílstjórann í leiðinni. Ég spurði hann hvers vegna hann væri vinna við þjónustustarf ef hann kynni ekki að tala ensku og hann væri með dónaskap við farþega sem koma inn í bílinn af því að hann kann ekki ensku?“ segir konan í færslu sinni á Fasbókinni. Konan var þá rekin úr strætó og endaði færsluna á því að spyrja hvað vinum hennar þætti um þetta?

„Þetta er bara „fu*** up“ dæmi en vonandi samt skilaði ég mínu þó ég þurfi að bíða eftir næsta strætó,“ segir konan að lokum.

 

 

 
SHARE