Vampírugrafir í Póllandi

Verkamenn sem voru að grafa fyrir nýjum veg skammt frá Gliwice í suðurhluta Póllands í þessum mánuði þegar þeir komu niður á 4 beinagrindur sem grafnar voru á sérkennilegan hátt. Hauskúpurnar höfðu verið skornar af og komið fyrir milli fótanna eða handanna á líkinu og seinna fundust 13 beinagrindur sem eins voru raðaðar upp. Fornleifafræðingar segja að svona hafa vampírur verið grafnar til þess að koma í veg fyrir að þær risu upp frá dauðum.

Það sem þykir líka öðruvísi við þessar grafir er að það eru engir munir, engar leifar af fatnaði, myntir eða neitt en það var óvanalegt á þessum tíma en grafirnar eru frá 15. eða 16. öld þegar óttinn við vampírur var mikill í Austur-Evrópu. Einnig voru stórir steinar ofan á höfuðkúpunum. 

Lukasz Obtulowicz fornleifafræðingur segir að það sé mjög greinilegt að þessi grafreitur sé grafreitur fyrir vampírur og þessar manneskjur, eða vampírur hafi að öllum líkindum verið líflátnar því grafirnar eru rétt hjá staðnum þar sem aftökurnar fóru fram á þessum tíma. Verið er að rannsaka beinagrindurnar enn frekar og á eftir að bera saman réttarskjöl og kirkjubækur og mun þá fást betri skýring á þessum beinagrindum. 

 

SHARE