Var misnotuð af vini föður síns

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Komið sæl
Ég var kynferðislega misnotuð í æsku af vini föður míns frá 5 ára aldri til 10 ára aldurs.

Maðurinn sem misnotaði mig hafði viðurnefnið Tryggvi dóni og er úr Hafnarfirðinum. Það vissu allir að hann væri dónakarl en samt gerði enginn neitt og þau vöktuðu hann ekki einu sinni þegar hann var inni á heimilinu okkar. 
Hann var alltaf í heimsókn hjá okkur jafnvel þó að pabbi væri ekki einu sinni heima. En samt voru þeir svo góðir vinir. Mamma reyndi að fá pabba minn til þess að banna honum að koma í heimsókn þegar að hann væri ekki heima. En hann gerði aldrei neitt í því. 

Ég skil ekki hvað foreldrar mínir voru að hugsa með því að leyfa honum að vera einum með mér í tíma og ótíma. Var þeim alveg sama eða hvað? 
Þetta endaði loksins eftir 5 ára misnotkun á mér kynferðislega þegar að mamma mín gekk inn á hann vera káfandi á lærinu á mér. Hún rak hann út og hann kom aldrei aftur og Guði sé lof fyrir það. 

Ég gat ekki sagt neinum frá þessu í fjöldamörg ár af því að skömmin var svo mikil. Loksins þegar ég fór í Bjarkarhlíð og byrjaði í viðtölum í Drekaslóð þá þorði ég loksins að opna mig með þetta og viðbrögð föður míns voru óskiljanleg. Hann sagði mér að hætta að taka geðlyfin sem ég er á og fara út að ganga og hætta að líta í baksýnisspegilinn. Ég held að hann sé tilfinningarlaus. 

Ég er frekar sár út í foreldra mína fyrir að hafa ekki kært þetta til lögreglunnar og skil alls ekki af hverju þau gerðu það ekki. Af því að það er eitthvað sem ég hefði gert ef ég væri foreldri barns. 
Ég spurði móður mína hvers vegna hún hafi ekki kært manninn til lögreglunnar og svarið sem ég fékk var að það hefðu verið allt öðruvísi tímar þá og að barnaverndunarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefði ekki verið gildur þá. 

Ég er í viðtölum með mjög góðum ráðgjafa í Drekaslóð til þess að vinna úr þessum málum og hef verið í viðtölum hjá henni í næstum því 2 ár. Þau hafa verið að skila nokkrum árangri. 
Mér var líka bent á það af ráðgjafa mínum hjá Drekaslóð að það væri gott að skrifa sig frá svona lífsreynslu af því að það getur hjálpað manni mjög mikið. 
Kær kveðja S 

Ef þú lesandi góður vilt deila reynslu þinni hér í Þjóðarsálinni hvetjum við þig eindregið til að senda okkur þína sögu á hun@hun.is.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here