Verum meðvituð um hvað við erum að drekka og frá hverjum.

Í gær var ég ásamt vinkonu minni á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur skrifar ung kona á Facebook vefsíðu sem hefur verið stofnuð í þeim tilgangi að vara fólk við og fræða um þetta vaxandi vandamál.
Við sátum í einkaherbergi með svö kallað „flöskuborð“ að spjalla og fá okkur drykk. Ég teygi mig í stafla af glösum og gríp næst efsta glasið, sem betur fer kíkji ég ofan í glasið því þar var búið að koma fyrir pillu sem hefði leyst upp þegar ég hefði helt í glasið. Mér finnst til skammar viðbrögðin hjá dyravörðunum.

 Þeirra svar var „þetta er einkaherbergi og svona gerist hérna, þú verður bara að fylgjast betur með glasinu þínu.“ Ég hef lært af því að líta aldrei frá glasinu mínu og þiggja ekki drykk frá hverjum sem er. Finnst mér ansi langt gengið þegar ég þarf að passa glasið mitt sem var ónotað á borðinu og þurfti síðan að fara inn í eldhús á staðnum og sækja mér sjálf glas. Þetta vandamál er orðið það algengt að starfsmenn kippa sér lítið upp við þetta. Það er lögð áhersla að dyraverðir skemmtistaða fari á dyravarðanámskeið, hvernig væri að leggja áhersluna einnig á þetta vandamál og koma í veg fyrir að svona fái að eiga sér stað? Auðvitað ber ég ábyrgð á mínum drykkjum en það er til skammar að fólk geti ekki treyst að drykkurinn sé án lyfja þótt það helli sjálft í glasið. Þetta er vandamál sem svo margir þekkja og hafa heyrt af og er lítið gert til að fyrirbyggja að þetta gerist. Mér langaði að koma þessu á framfarir og benda fólki á að líta tvisvar í glasið sitt.Sölvi Tryggvason fjallaði einnig um málið í þættinum sínum á Skjá einum ekki fyrir svo löngu en talið er að smjörsýra og nauðgunarlyf hafi aukist töluvert á Íslandi.
Hann tók inn smjörsýru sjálfur til að sjá hvernig hann varð að þeim og eins og sjá mátti varð hann algerlega hjálparlaus.
Það er því full ástæða að við séum meðvituð um frá hverjum við þiggjum drykk og skoða glasið áður.
Sopar frá ókunnugum eru ekki æskilegir heldur en það þekkist töluvert hjá ungu fólki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here