Vinkona Selenu Gomez bjargaði lífi hennar er hún gaf henni nýra – Sönn vinátta er gulls ígildi

Selena Gomez og Francia Raisa hafa verið vinkonur í næstum áratug. „Við smullum bara,“ sagði Francia. Hún gaf henni meira að segja sitt annað nýra til að bjarga lífi Selenu. Þetta gæti hljómað eins og hin fullkomna vinátta, en eins og hjá öllum öðrum hafa þær gengið í gengum hæðir og lægðir.

Lupus eða eins og við íslendingar köllum hann, Rauðir úlfar er ævilangur ónæmiskerfissjúkdómur sem getur valdið bólgu í hvaða líkamshluta sem er og ráðist á heilbrigða vefi. Konur þjást aðallega af þessum sjúkdómi. Árið 2015 greindist Selena Gomez með hann og þurfti að hætta við tónleikaferð sína til vegna lyfjameðferðar. Skyndileg uppgufun hennar frá tónlistarheiminum kom af stað hinum og þessum orðrómi og Selena varð örmagna, „Ég í raun læsti mig inni þar til ég fann fyrir sjálfsöruggi og leið betur aftur.

Það er engin lækning við Lupus og því miður gat Selena ekki komið í veg fyrir óafturkræfan nýrnaskaða. Hún varð því að leita að nýrnagjafa og bíða eftir líffæraígræðslu. Á meðan tók hún lyf virka þannig að þau bæla niður ónæmiskerfið. Það er helsta ástæðan fyrir því að hún þurfti að taka sér hlé frá öllu. Þ.e. til að vernda heilsuna.

Besta vinkona hennar Francia Raisa kom henni til bjarga og gaf Selenu sitt annað nýra. Selena skrifaði færslu á Instagram þar sem hún uppfærði aðdáendur sína um ástandið. Hún þakkaði bestu vinkonu sinni af heilum hug og sagði: „Ég er ótrúlega blessuð. Ég elska þig svo mikið systir.” Francia hélt sig til hlés um góðverk sín í fyrstu en ákvað síðan að deila sögu sinni á Twitter á alþjóðlega nýrnadeginum.

Ágrenningur kom upp á milli þeirraárið 2018 þegar Francia varð ósátt og gagnrýndi Selenu vegna óheilbrigðu vali hennar á lífstíl. Í desember 2019 jukust grunsemdir um deilur þeirra á milli þegar Gomez nefndi ekki einu sinni nafn Francia þegar hún talaði um aðgerðina. Hún kallaði hana bara „stúlkuna sem gaf mér nýrað“.

3 árum síðar sættust þær loksins. Francia opnaði sig um nýrnagjafaferlið á Twitter. Hún sagði að loksins hafi henni fundist þægilegt og öruggt að segja frá sinni reynslu. Selena endurbirti tíst Francia og sagði: „Þakka þér fyrir að bjarga mér. Ég er þér ævinlega þakklátur.”

Í dag er samband þeirra tveggja mjög gott. Selena og Francia eyddu heilu kvöldi saman að gera vinsælan TikTok leik sem kallast, „Hann er 10, en…“. Þær grínuðust og fífluðust mikið og virtust skemmta sér konunglega saman. Selena óskaði Francia einnig til hamingju með afmælið í Instagram. Það er frábært að vita að þær séu enn nánir vinir eftir allt sem hefur gerst.

Það jafnast ekkert á að eiga góða að. Uppi geta komið ágrenningar, en þeir eru til þess að leysa því vinátta er ekki eitthvað sem þú kaupir eða færð gefins. Munum það og ræktum vináttuna!

SHARE