Áhugi neytenda á lífrænum matvælum hefur aukist mjög á síðustu árum samfara auknum áhuga á heilsu- og umhverfisvernd. Fram að þessu hefur aðeins danskur vistvænn kjúklingur fengist hérlendis, í Fjarðarkaupum og Lifandi markaði. Það má því segja að Fyrirtækið Litla gula hænan sé frumkvöðull á Íslandi í framleiðslu og sölu á vistvænum kjúkling sem verður væntanlegur í matvöruverslanir  nú í sumar.

En hver er munurinn á vistvænum og hefðbundnum kjúkling?

Velferð fuglanna er höfð að leiðarljósi í gegnum allt framleiðsluferlið á vistvænu kjúklingabúi. Það eru færri fuglar á hvern fermetra, þeir hafa frjálsan aðgang að útisvæði og eru fóðraðir á lífrænu fóðri. Með þessu móti fá fuglarnir tækifæri til að hegða sér á eðlislægan hátt sem skilar sér í betra kjöti, engin spurning. Hvað fóðrið varðar þá er það markmið Litlu gulu hænunnar að hefja lífræna ræktun á því þegar fram líða stundir og nýta hænsnaskít fuglanna sem áburð, enn sem komið er flytja þau fóðrið inn.

Þetta er sannkölluð gleðifrétt fyrir neytendur að eiga von á íslenskum gæðakjúkling frá Litlu gulu hænunni í sumar.

Heimild: Kvennablaðið

litlagulahaenan

SHARE