Warm Bodies kvikmynd vikunnar – Frábær valentínusarmynd

Sambíóin frumsýna rómantísku uppvakningamyndina Warm Bodies fimmtudaginn 14. febrúar. Sambíóin og Hún.is ætla að gefa heppnum lesendum miða á þessa skemmtilegu mynd í dag, á morgun og fimmtudaginn, 2 miða í senn. Fylgstu með á Facebook síðu okkar.

Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að Warm Bodies sé fyndin, spennandi og um leið rómantísk mynd um uppvakning sem fær hjartsláttinn að nýju eftir að hann verður ástfanginn.

Þetta er mynd sem tilvalið er að kíkja á þann 14. febrúar vegna þess að eins og mörgum er kunnugt um er valentínusardagurinn, eða dagur elskanda þann dag. Kvikmyndin hefur vakið mikla athygli að undanförnu þrátt fyrir að hafa ekki enn verið frumsýnd. Stiklan úr kvikmyndinni er afbragðsgóð enda sú hugmynd að uppvakningar geti læknast og snúið aftur til eðlilegs lífs verði þeir ástfangnir skemmtilega frumleg og djörf.

Það er Nicholas Hoult sem fer með hlutverk uppvakningsins sem kallaður er R vegna þess að hann hét R-eitthvað í lifanda lífi. R man ekki hvað gerðist eiginlega sem leiddi hann í þetta leiðindaástand sem líf uppvakninga er og stundum vildi hann óska þess að hann væri bara dauður, þ.e. ef hann væri ekki dauður nú þegar.

Dag einn þegar R er í fæðuleit lítur hann augum mannlega stúlku og í stað þess að ráðast á hana og tæta hana í sig eins og uppvakninga er siður og eðli tekur hjarta hans sinn fyrsta kipp síðan hann varð uppvakningur.

Við það vakna með honum tilfinningar sem hann hafði ekki áður og í stað þess að ráðast á stúlkuna verndar hann hana og um leið er ástarsaga aldarinnar hafin…

Ég hlakka til að sjá myndina, ætli ástin geti bjargað zombie-um líka?

Hér getið þið séð brot úr myndinni:

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”gGRHrr6IYdg”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here