Willamia loks á Íslandi – glæst ítölsk hágæðahönnun

Vogað litaval, stílhrein hönnun og sterkar línur húsgagna eru að koma sterkar inn, ef marka má húsgagnalínu hins ítalska hönnunarfyrirtækis Willamia, sem opnar nú útibú í fyrsta sinn á Íslandi nk. föstudag.

Verslunin, sem er ný af nálinni hérlendis og er allsérstæð, er staðsett í Ármúla 44 þar skoða má vöruna í sýningarsal, en það eru hjónin Stefán Gíslason og Harpa Lind Harðardóttir sem eiga og reka verslunina. Línur Willamia eru fyrst og fremst framleiddar og hannaðar með þarfir fyrirtækja og stofnanna í huga; veitingahúsa, hótela og skrifstofa en vegna sérstæðrar hönnunar njóta ákveðnar línur sín vel á heimilum líka. 

 

kontea_0625 test

 

Um er að ræða vöru sem fyrst og fremst er framleidd og hönnuð með þarfir fyrirtækja og stofnanna í huga, stofnanir og opinber rými, en Willamia mun koma til með að bjóða viðskiptavinum upp á innanhússráðgjöf og útlitsteikningar með mismunandi möguleikum á innréttingum.

 

Það eru gríðarleg gæði í húsgögnunum, en hönnunin er það skemmtileg að ákveðnir stólar eru jafnvel fallegir inn á heimili – sjálf heimsóttum við hjónin verksmiðjuna sjálfa sem er staðsett á Ítalíu og vorum afar hrifin af því hversu miklar kröfur eru gerðar til framleiðsluferlis.

 

Sterkar línur, stilhrein hönnun og vogaðar litasamsetningar er þó ekki eina sérstaka Willamia því UNI stóllinn, sem framleiddur er af hinu ítalska hönnunarfyrirtæki er einn mest seldi stóll sem hlotið hefur BIFMA vottun, sem þykir afar eftirsóknarverður stimpill og er ótvíræð vottun um hreina gæðaframleiðslu.

 

uni-ka_pag5

 

Framleiðandinn, sem er Metalmobil, státar af grænni framleiðslu með lágri orkunotkun í framleiðslu og vistvænu efnisvali og merkir að stólarnir innihalda engin skaðleg efni og brotna mun fyrr niður í náttúrunni.

 

Hjá okkur verða einnig bólstraðar línur á boðstólum, en umhverfisvænir plaststólar með fjölbreytilegum fótum og óteljandi samsetningarmöguleikum verða mest áberandi í línum Willamia – UNI stóllinn fer í fararbroddi en aðrir stólar með og án hliðarramma og það í sambærilegum stíl eru einnig fáanlegir. Það sem skemmtilegast er við vöruna er að þú getur fengið tíu mismunandi fætur og liti; við bjóðum upp á við og járn, króm, málaða áferð og þannig er endalaust hægt að púsla saman – allt í þeim tilgangi að velja hinn fullkomna stól.

 

 
Kicca 021-5P composition 
 
Vefsíðu Willamia á Íslandi má nálgast HÉR

 

SHARE