X-Factor stjarna segist hafa gengið of langt í fegrunaraðgerðum

X Factor stjarnan Christopher Maloney sagði frá því opinberlega að hann hafi gengist undir augnlokaaðgerð og hann hafi hugsanlega gengið of langt í þessu ferli. Hinn 45 ára gamli Christopher segist hafa verið kominn með þung augnlok og farið í fegrunaraðgerð í Póllandi.

Christopher segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá fólki sem lýsti yfir áhyggjum af því að hann væri að fara til annars lands til að fara í svona aðgerð. Christopher sagði við þessu: „Fólk heldur að enginn tali ensku og það sé ekki gott hreinlæti og skurðlæknirinn sé kannski ekki vel menntaður. Ég var búinn að gera miklar rannsóknir á mínum lækni síðan árið 2014 áður en ég valdi að fara til hans.“

Eftir augnaðgerðina í júní setti Christopher inn færslu á Instagramið sitt þar sem hann segist sjá eftir að hafa farið í aðgerðina og sagði meðal annars að hann „hafi gengið of langt“ í fegrunaraðgerðum. „Ég held ég hafi gengið of langt. Þarf að fá knús.“

Eftir þetta hefur hann komið til baka og segist vera ánægður með útkomuna. Hann sagði í viðtali árið 2015 að hann hefði notið þess að vera í X Factor en það hafi verið erfitt að sjá athugasemdir frá fólki sem horfði á þættina. „Fólk sagðist ætla að drepa mig og ég var kallaður Herra Kartöfluhaus og ég væri ljótur og með stórt nef. Þetta hafði mikil áhrif á mig og ég fékk á endanum taugaáfall.“

Hér má sjá Christopher í sinni fyrstu áheyrnarprufu.

Hér má svo sjá strákinn eins og hann lítur út í dag.

Fyrir okkar parta þá var hann sætur fyrir og er það ennþá.


SHARE