3 áhrifaríkustu leiðirnar til að aga börn

Það eru mjög skiptar skoðanir á því í heiminum hvaða leiðir eru bestar til að ala börn upp sem góða, kurteisa, sjálfstæða og metnaðargjarna einstaklinga. Sumir foreldrar eru þeirrar skoðunar að foreldrar eigi ALLTAF að leysa allt á góðu nótunum, meðan aðrir trúa því að maður þurfi að beita börn aga.

Það er ekki gott að segja hvor leiðin er betri þegar barnið þitt tekur frekjukast í miðri verslun og grenjar og öskrar eins og enginn sé morgundagurinn.

Í grein á Medical Daily er sagt frá nýrri rannsókn sem gæti svarað því hvað hentar best. Í sumum aðstæðum getur vel verið að það virki að vera blíður og jákvæður en stundum er nauðsynlegt að nota þá aðferð að taka barnið úr aðstæðunum og harðari aga, ef barnið er farið að ögra mikið eða beita ofbeldi.

„Með því að rannsaka hversu áhrifaríkar uppeldisaðferðir eru á mismunandi týpur barna, kom í ljós að best er að nota jákvæða aðferð og aga saman í bland,“ segir Robert Larzelere prófessor í háskóla í Oklahoma.

102 mæður voru fengnar til að koma með ítarlega lýsingu á 5 hegðunaravandamálum barna sinna og því hvernig þær brugðust við.

Hér eru þær 3 áhrifamestu:

1. Málamiðlanir. Þessi aðferð þótti sú áhrifamesta en hún virkaði í öllum tilfellum sem henni var beitt á barn sem hagaði sér illa.

2. Röksemdarfærslur. Þessi aðferð virkar mjög vel á börn sem eru bara aðeins pirruð og væla en virkar ekki jafn vel á börn sem eru í þrjóskukasti eða beita ofbeldi.

3. Hlé og taka barn úr aðstæðum. Þessi virkaði best þegar strangari refsingar var þörf.

Hinsvegar var það þannig að þegar mæðurnar notuðu málamiðlanir í samskiptum sínum við mjög þrjóskt barn eða ofbeldisfullt barn, virkaði það bara öfugt. Barnið fór að haga sér enn verr en ella. Röksemdarfærslurnar virkuðu best á börn þegar til langs tíma var litið. Strangar refsingar (eins og hlé) fækkuðu hegðunarvandamálunum hjá börnunum en bara ef þeim var beitt í hófi eða í færri en 16% tilfella.

Munið: Það eru ekki til slæm börn. Bara slæm hegðun. Svo lengi sem þú ert samkvæm/ur sjálfri/um þér mun uppeldisaðferðin virka.

SHARE