Uppþvottavél er mikið þarfaþing á mörgum heimilum. Sér í lagi ef margir eru á heimilinu eða veisluhöld reglulega. Það er því mjög leiðinlegt þegar leirtauið kemur „skýjað“ úr uppþvottavélinni.

Sjá einnig: 10 hlutir sem hægt er að þrífa með uppþvottalegi

Það getur verið að vatnið hjá þér sé, það sem kallað er, hart vatn. Það er hinsvegar alveg hægt að mýkja vatnið sem mun láta leirtauið glansa sem aldrei fyrr. Það gerist með því að bæta örlitlu ediki inn í vélina rétt áður en þú setur hana í gang.

Sjá einnig: 15 hlutir sem þú vissir ekki að mættu fara í uppþvottavél

Edikið er frábært til að sótthreinsa og eyða fitu og sápuleifum. ATHUGIÐ samt að hella edikinu ekki beint inn í vélina, heldur er ráðlagt að setja litla skál, hálffulla af ediki, í efri hilluna í vélinni. Þannig dreifist edikið jafnt og vel um vélina. Gerðu þetta reglulega til að viðhalda árangrinum.

 

Heimildir: The Family Handyman

 

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE