Döðlugott

Þetta æðislega nammi er frá Eldhússystrum.

Döðlugott

400 gr döðlur
120 gr púðursykur
250 gr smjör
3-4 bollar rice krispies
200 gr suðusúkkulaði
2-3 bitar af hvítu súkkulaði

Bræðið saman smjör og hrærið sykrinum saman við. Þegar sykurinn er bráðnað og vel uppleystur er döðlunum blandað saman við. Látið malla þar til döðlurnar eru orðnar mjúkar og allt blandast vel saman. Ég skellti töfrasprota á þetta í augnablik til að ná döðlunum vel í sundur. Blandið Rice krispies saman við og hrærið vel. Byrjið á 3 bollum og bætið meiru við ef ykkur þykir þörf á. Setjið bökunarpappír í kökuform eða eldfast mót og þjappið deiginu ofaní.

IMG_0107
Bræðið suðusúkkulaðið og smyrjið því ofaná degið. Setjið hvíta súkkulaðið í poka og í heitt vatn þar til það er bráðnað. Klippið smá af öðrum endanum og sprautið hvíta súkkulaðinu yfir suðusúkkulaðið til að skreyta.
Setjið í ísskáp og leyfið að harðna.

Skerið í bita og njótið.

IMG_0112-e1432904195622

Endilega smellið like-i á Eldhússystur á Facebook. 

eldhussystur

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE