Frístundamiðstöðin Miðberg stendur fyrir hrekkjavökuskemmtun fyrir alla fjölskylduna í Breiðholti milli kl 14:00 – 16:00 í dag. Boðið verður um fjölbreytta skemmtun, s.s. andlitsmálningu, draugahús og draugasögur.

Skemmtunin mun fara fram á tveimur stöðum.

Í Miðbergi (Gerðubergi 1) verður draugahús, þar sem hægt verður að upplifa hrekkjavökustemningu, þreifa á heila og fara í gegnum draugaþrautabraut.

Í speglasalnum í Gerðubergi verður boðið upp á upplestur á draugasögum og er búið að skreyta allt hátt og lágt af graskerum, köngulóm og fleira þannig að þar verði hægt að fara í alvöru draugahús.
Einnig verður nornakaffihús í húsnæði Miðbergs þar sem hægt verður að kaupa nornaseyði og nornaveitingar.
Starfsmenn frístundaheimilanna ætla því að bjóða upp á frábæra skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Breiðholti og vonast til að sjá sem flesta.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE