Falinn fjársjóður

Ég fer mikið í Fjölsmiðjuna og Hjálpræðisherinn, og mjög oft þá finn ég óslípaða gimsteina þar. Þessi bakki var einn af þeim, þegar ég sá hann þá vissi ég að ég gæti breytt honum í algjöra perlu.

Ég byrjaði á því að fjarlægja myndina í miðjunni. Þetta var hálfgerð flís, og þið getið alveg sleppt því að hafa samband við mig til að eignast myndina, hún brotnaði.

Ég fékk manninn minn til að saga viðarplötu jafnstóra flísinni og málaði hana hvíta. Ég vissi að ég vildi hafa einhvern texta, og þar sem ég er rosalegur Harry Potter aðdáandi þá valdi ég Always (þið sem þekkið Harry Potter kannist við orðið, þið hin sem hafið ekki lesið bækurnar, ég öfunda ykkur, þið eigið svo mikið eftir). Ég fann fallega leturgerð (font), prentaði orðið út í stærð sem ég var ánægð með og fór svo yfir orðið á bakhliðinni á pappírnum með blýant. Svo lagði ég blaðið yfir plötuna og fór yfir útlínurnar með blýantinum, virkaði sem sagt eins og kalkipappír. Svo var það bara svört akríl máling, fínn pensill og börnunum sagt að trufla ekki mömmu sína.

Ég sprayjaði rammann sjálfan og á brúnirnar á plötunni (setti málingalímband yfir Always fyrst) með svörtu og svo fór svo yfir með hvíta sprayinu mínu sem brotnar (það sama og ég notaði hér. https://www.hun.is/fra-ospennandi-i-spennandi/

Notaði trélím til að festa plötuna og rammann saman og fór yfir allt með lakki. Perla, ekki satt?

 

SHARE