Jóladagatal 13. desember – Litun, plokkun og dekur

Í nótt mun Stúfur gleðja börnin í landinu. Það má samt líka gleðja mömmur, ömmur, systur, frænkur og aðrar konur á þessum tímum og hvað er meira frískandi en að kíkja í litun og plokkun?

Bonita snyrtistofa ætlar að bjóða einum heppnum lesanda í litun, plokkun og höfuðnudd.

bonitafdfd

Bonita var stofnuð árið 2006 af Ingu Theódóru Sigurðardóttur, snyrtimeistara og förðunarfræðingi. Nafnið Bonita er tekið úr spænsku og þýðir falleg.  Stofan er staðsett í glæsilegu húsnæði í Hlíðasmára 4 í Kópavogi þar sem hún er í samstarfi við hárgreiðslustofuna Yellow.

Ef þig langar í svona dekur er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Bonita já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.

Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá þetta dásamlega dekur að gjöf!

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE