Þessi mánuður er okkur á Hún.is mjög mikilvægur og einn skemmtilegasti mánuður ársins. 3. árið í röð erum við með jóladagatalið okkar og við höfum gefið eina gjöf á dag allan desembermánuð. Stærsta gjöfin er auðvitað í dag en við ætlum að draga í þeim leik að morgni 29. desember og gefa sem flestum tækifæri til að vera með.

 

 

Við viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Njótið kvöldsins og samverunnar með þeim sem eru ykkur kærastir.

 

 

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE