Rokkuð Brandy & Melville verslun í Barcelona – Myndir

Þær ykkar sem eru hrifnar af fötum frá Urban Outfitters ættuð endilega að gera ykkur ferð í Brandy & Melville ef þið eigið leið til útlanda. Á ferð minni um Barcelona á dögunum var ég dregin inn í eina slíka af unglingnum  mínum og fílaði mig bara nokkuð vel þegar sú stutta hafði rokkað mömmu sína upp.

Verslanir Brandy & Melville hafa vaxið hratt á síðustu árum og má finna þær víða í Bandaríkjunum og Evrópu og nýlega opnaði ein í Stokkhólmi.

Stíllinn er frekar frjálslegur og hrár. Ég myndi segja að fílingurinn væri rokkaralega hippalegur en þó er hægt að finna inn á milli flottar klassískar flíkur. Innan um “vintage”  útlit verslunarinnar mátti líka finna aukahluti eins og töskur, skartgripi, orkusteina, iPhone hulstur ofl.

Á heimasíðu verslunarinnar segir að nafnið Brandy & Melville sé tilkomið vegna tveggja einstaklinga, hinnar amerísku Brandy og þeim enska Melville, þau hittust í Róm og urðu ástfangin………..rómó.

Hér er hægt að kynna sér betur vörur Brandy&Melville og hvar verslanirnar eru staðsettar.

Heimilsfangið í Barcelona er Psseig de Gracia 21.

 

SHARE