Þessi skemmtilegu ljós eru frá In-Es ArtDesign og eru mjög hentug fyrir fólk sem er skapandi. Það er nefnilega hægt að kríta á þau. Þú getur sett á þau skilaboð, eða bara skreytt þau með teikningum en svo má líka bara leyfa þeim að vera svörtum.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE