Viltu koma að gera snjókarl?

 

Þegar þú sérð þessa hluti, krukka, diskur, drykkjarkúla og skrautkúla, sérðu þá fyrir þér snjókarl? Ok, kannski þarf ég gleraugu en ég sá snjókarl. Ég vissi líka að ég þurfti heitu límbyssuna mína, gervisnjó, sterkt lím (E6000) límlakk, litlar fígúrur og pensil. Ég notaði líka borða, smá jólaskraut, svart litaspray og smá hvíta málingu (þessir hlutir mættu of seint í myndatökuna).

Ég byrjaði á því að saga skrúfganginn af drykkarkúlunni. Ekki hafa áhyggjur af rispunum, þær munu ekki sjást. Svo límdi ég fígúrunar í botninn á kúlunum.

Ég tók krukkuna, snérni henni á hvolf og límdi hana á miðjan diskinn. Svo sprayjaði ég þetta svart og þegar það var þorðnað þá sletti ég hvítri málingu á hattinn til að líkja eftir snjókomu.

Ég notaði límlakk til að festa gervisnjóinn í botninn á kúlunum og límdi þær svo saman.

Ég notaði borða til að fela skrúfganginn á krukkunni og notaði annan borða sem trefil til að fela samskeitin á milli kúlanna. Svo var það smá skraut á hattinn og Snæfinnur er fæddur. Sætur ekki satt?

SHARE