10 atriði sem gera sambandið ENN betra

Eitt af því sem getur gert ástarsambönd sterkari er að fara upp í rúm á sama tíma. Sálfræðingar og sambandsráðgjafar gáfu Womendailymagazine nokkur af sínum bestu ráðum til að halda sambandinu góðu.

1. Gefðu litlu hlutunum gaum

Taktu eftir öllu litlu hlutunum um maka þinn, þegar hann er kannski að sækjast, lymskulega, eftir athygli þinni. Eitthvað sem þú tókst ekki eftir áður. Gefðu makanum þann gaum sem hann sækist eftir.

2. Hafið samskiptin frjáls og óhefluð

Samskipti eru lykillinn að góðu sambandi. Ef þið eigið góð samskipti skiljið þið hvort annað betur, ótta ykkar, vonir og trúr. Samskipti eru ekki bara að tala, heldur hlusta vel líka.

3. Sýndu þakklæti

Því meira sem þér finnst maki þinn kunna að meta þig, því meira kanntu að meta maka þinn. Ef þú sýnir maka þínum þakklæti og viðurkenningu er það merki um að sambandið muni endast lengi.

Sjá einnig: Blæðingarnar breytast með aldrinum

4. Hlæið saman

Það gerir ykkur enn nánari að hlæja saman. Hlátur er ein besta leið til að tengjast fólki og mun klárlega styrkja samband ykkar.


5. Hrósið hvort öðru

Ekki halda aftur af ykkur með að hrósa hvort öður. Hrósaðu maka þínum mikið, hvort sem það er vegna útlits þeirra eða bara að þú segir að þú kunnir að meta hann/hana. Þetta eykur sjálfstraust maka þín og bætir þar af leiðandi sambandið.

6. Leysið úr ágreiningi samdægurs

Ást er ekki bara skemmun og hlátur alla daga. Öll pör rífast og það er mikilvægt að takast á við rifrildin á besta mögulega hátt. Talið um ágreininginn samdægurs. Ekki bíða með það til morguns því spennan eykst bara yfir nóttina.

7. Deilið áhugamálum

Það er uppskrift að sterku sambandi að hafa eitthvað sameiginlegt áhugamál. Finnið eitthvað sem er afslappandi og gerir ykkur nánari og hamingjusamari. Að eyða tíma saman við að gera eitthvað sem ykkur báðum finnst gaman er stór partur af því að byggja upp sterkara og heilbrigðara samband.

Sjá einnig: Kynlífssáttmáli til að bjarga sambandinu

8. Verið í sambandi yfir daginn

Verið í sambandi á daginn þegar þið eruð ekki saman. Sendu makanum skilaboð, eða fyndna mynd sem gleður hann eða hringdu í hann til að segja að þú sért að hugsa um hann/hana. Þessir litlu hlutir hjálpa til við að gera sambandið sterkara og fallegra.

9. Segðu: „Ég elska þig“

Ekki vera hrædd/ur við að segja „Ég elska þig“. Það vilja allir heyra þessi þrjú orð og þú ættir ekki að halda aftur af þér.

10. Farið á sama tíma í rúmið

Það að fara á sama tíma í rúmið er leyndarmálið á bakvið langtíma samböndum. Þetta gefur ykkur tíma sem enginn truflar ykkur og þið eigið þið líka unaðsstundir ykkar þarna. Það er svo gott að spjalla saman uppi í rúmi fyrir svefninn.

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here