Monthly Archives: April 2015

David Beckham striplar í ógeðslega fyndinni nærfataparódíu

David Beckham spilar út öllum trompum í nýrri og fáránlega fyndinni undirfataauglýsingu. Sem reyndar er plat. Hugmyndin er úr smiðju spjallþáttastjórnandans James Corden og hér má sjá þá félagana - takið vel eftir hárþurrkuatriðinu! Sjá einnig: Victoria Beckham: Setur eiginmanni sínum afarkosti https://youtu.be/xau8s_g-lQk

Kim Kardashian, Kanye & North West: Öll í stíl á leið til kirkju

Kardashian-fjölskyldan lét sig ekki vanta í messu á páskadag. Stórfjölskyldan mætti að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi - Kim, Kanye og North litla West voru meira að segja öll í stíl. Með í för voru einnig barnungur kærasti Kris Jenner og Tyga, kærasti Kylie Jenner. Sjá einnig: Kim Kardashian og Kanye West eru bara venjuleg eftir allt saman – Sjáðu...

Ótrúlegt: Engar tvær þjóðir kúka eins!

Ok. Förum AÐEINS yfir þetta. Allir og þá meina ég allir … kúka. En það er ekki sama hvar í veröldinni við erum niðurkomin! Einmitt, gott fólk. Engar tvær þjóðir kúka á sambærilega vegu. Nei, því er einmitt öfugt farið. Hver einasta þjóð hefur sín sérkenni. Þar er blessaður kúkurinn engin undantekning á. Þannig eru indversk lestarsalerni útbúin holu. Sem nær...

Þessi ótrúlegi hundur spilar borðtennis

Border Collies eru þekktir fyrir að vera mjög gáfaðir hundar, ef ekki þeir allra gáfuðustu. Þessi snillingur er búinn að finna út úr því hvernig á að spila borðtennis. Sjá einnig: Hefurðu engan til að spila borðtennis við? – Myndband   https://www.youtube.com/watch?v=YclqDVZ4Ybs&ps=docs

Þetta vissir þú ekki um hassreykingar

„Einu sinni lagaði ég til þegar ég var í vímu og núna finn ég ekki neitt“ Sjá einnig: Geðveiki af völdum kannabisneyslu Sjáðu fleiri játningar hér: https://www.youtube.com/watch?v=xxA9YrKKqKU&ps=docs

Angelina Jolie í verslunarferð ásamt dætrum sínum

Angelina Jolie var mynduð í bak og fyrir um helgina - en hún skellti sér í sakleysislega verslunarferð ásamt dætrum sínum, þeim Zahara og Shiloh. Það er augljóslega hvergi friður þegar maður er Angelina Jolie, ekki einu sinni í gleraugnabúð í Los Angeles. Angelina dundaði sér við að skoða og máta gleraugu á meðan dætur hennar léku sér í...

Kendall Jenner í fjallgöngu með syni Will Smith

Kendall Jenner eyddi páskahelginni ekki með súkkulaðislefuna í munnvikinu - eins og við hin, ó nei. Hún smellti sér í fjallgöngu með syni Will Smith, Jaden Smith og fleiri félögum sínum. Þessi fjallganga hefur vakið athygli slúðurmiðla vegna þess hversu fáklædd Kendall var - svona samanborið við hina göngugarpana. Einnig hefur komið til tals að hún klæðist áberandi dýrum...

Hvort er þetta flensa eða kvef?

Nú er sá tími að fara í hönd að kvefpestir og influenza fara að ganga manna á millli og sýkja hvern á fætur öðrum. Hnerrar, stíflað nef og særindi í hálsi er það sem flokkast sem kvef, en flensu fylgir svo aftur vöðvaverkir, hiti og hrollur, hósti og höfuðverkur ásamt mikilli þreytu og slappleika. Kvef er ein af algengustu...

Pönnusteiktur þorskur með sætum kartöflubátum og basilikumajónesi

Ekkert smá girnilegur fiskur frá Ljúfmeti.com Pönnusteiktur þorskur 900 gr þorskur 5 kúfaðar matskeiðar af hveiti 2 egg 150 gr brauðrasp 1-2 pressuð hvítlauksrif nokkrir stönglar af fersku rósmarín Sítróna, skorin í báta Sætir kartöflubátar 2 stórar eða 4-5 litlar sætar kartöflur 1-1,5 tsk reykt paprika salt pipar ólívuolía Basilikumajónes 4 basilikustönglar maldonsalt 2 kúfaðar matskeiðar majónes (ég nota Hellmans Light) safi af 1/2 sítrónu Hitið ofninn í 200°. Skrúbbið eða afhýðið sætu kartöflurnar og skerið þær á lengdina...

Fallegt raðhús í Árbænum

Þetta fallega og vel skipulagða raðhús er í Melbæ í Árbænum. Húsið er 274,5 fermetrar, þar af 22,8 fermetra bílskúr. Eignin er mikið endurnýjuð, er á þremur hæðum og er mjög vel skipulögð. Hún er björt og hefur fengið gott viðhald seinustu ár og er búið vönduðum innréttingum.  Sjá einnig: Glæsilegt einbýlishús í Mosfellsbæ Forstofan er flísalögð og komið er inn...

Draumaíbúð í Malmö

Það er alltaf gaman að skoða falleg heimili og fá innblástur. Þessi dásamlega íbúð í sænsku borginni Malmö sem birtist á vef fasteignasölunnar Bjurfors fangaði athygli okkar, björt og falleg alveg eins og við viljum hafa það. Mikið af fallegri klassískri hönnun eins og Eames lounge chair og Hans Wegner borðstofustólar setja skemmtilegan svip á íbúðina. Leyfum myndunum að tala sínu máli. Sjá einnig:...

8 ástæður þess að ALLAR KONUR ættu að stunda sjálfsfróun

Þrátt fyrir alla þá ötulu baráttu sem konur hafa háð og þau sjálfsögðu réttindi sem þær hinar sömu hafa hrifsað til sín gegnum árin, er eitt vígi sem enn stendur - blygðun ófárra kvenna gagnvart eigin líkama. Skömmin sem annars heilbrigð sjálfsfróun felur í sér. Sjá einnig: Hvernig fá konur fullnægingu? Flestir gera ráð fyrir því að karlmenn frói sér - en...

Þú trúir ekki hvernig þessi tankur lítur út að innan

Þessi gamli vatnstankur er staðsettur í Hereford í Englandi. Hann er kannski ekki merkilegur á að líta svona að utan - en að innan er hann alveg hreint stórkostlegur. Þrjú herbergi og stórglæsilegar innréttingar. Tankurinn er einmitt til sölu - á litlar 162 milljónir. Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar hérna. Sjá einnig: Fallegasta sumarhúsið í Skandinavíu Sjá einnig: Þau breyttu eldgamalli...

Kornungur maður gefur út afar vafasamar þvottaleiðbeiningar

Ég skal ekki segja. Karlmenn geta verið alveg stórkostlegir húsfeður. Minn fyrrverandi strauk til að mynda alltaf af í stofunni. Kastaði í þvottavél eins og fagmaður. Og rétti mér svo þvottinn þegar allt var orðið þurrt. Sjá einnig: Fór í frí án konunnar og brjálaðist úr sorg - Fáránlega fyndnar myndir Eftir stóð ég iðulega, með myndarlegt fjall af hreinum þvotti...

Gælusvínið Pearl og smástúlkan Libby eru stórstjörnur á Instagram

Svín eru yndisleg gæludýr, þvert á viðtekin viðhorf margra. Reyndar eru svín alveg dásamleg og alls ekki sóðalegar skepnur eins og margir halda. Svín eru barngóð, kelin og þau eru blússandi húmoristar líka! Svínið Perla - eða Pearl - eins og hún heitir á frummálinu, er þannig besti vinur hinnar tveggja ára gömul Libby, sem er elsk á dýr og...

Nýtt lag frá Beyonce

Páskagjöfin hennar Beyonce til aðdáenda sinna er nýtt lag sem ber nafnið Die With You. Hægt er að hlusta á lagið á tónlistarsíðunni Tidal og einnig á YouTube þangað til það verður tekið út. Queen B situr og spilar á píanó í myndbandinu og er óaðfinnanleg eins og alltaf. https://www.youtube.com/watch?v=FTJjgULn-Yw&ps=docs Sjá einnig: Beyoncé var ansi skrautleg til fara í gær

Smekklegt á 40 m²

Það getur verið heilmikil kúnst að koma sér vel fyrir í litlu rými. Þessi 36,8 fermetra íbúð, sem er til sölu á sænsku fasteignasölunni Stadshem, er gott dæmi um þar sem vel hefur tekist til við að koma sér fyrir á ekki fleiri fermetrum. Grái liturinn er allsráðandi, ásamt fallegum grænum plöntum og Thonet stól sem setja skemmtilegan svip á íbúðina. Svíarnir eru...

Missti tæplega 6 kíló á einum mánuði

Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 5,8 kíló á einum mánuði. Þessi kíló fuku ekki af með einhverri töfralausn en Khloé ákvað að hætta að borða mjólkurvörur. Ég missti 5,8 kíló bara með því að hætta að borða mjólkurvörur. Akkurat núna er ég hægt og rólega að taka ákveðna fæðu út úr mínu mataræði. Ég er ekki að...

Flughræðsla: Þegar háloftin heilla ekki

Inngangur Fælni (phobia) er einn algengasti geðræni kvillinn. Íslenskar rannsóknir sýna að um tólf þúsund manns eru með fælni á svo háu stigi að það hái þeim verulega í lífi og starfi. Flughræðsla (avio-phobia) er ein tegund af fælni og virðast sterk tengsl milli hennar, lofthræðslu og innilokunarkenndar. Fjórða hver íslensk kona og tíundi hver karl segjast alltaf eða oft...

Fréttir marsmánaðar í söng

Þær Selma og Elísa Hildur skipa hljómsveitina Bergmál og öll þeirra tónlist er frumsamin. Þær hafa ákveðið að gera árið 2015 svolítið skemmtilegt á Youtube og ætla að semja „fréttaveitulag“ í hverjum mánuði um helstu fréttir þess tiltekna mánaðar. Sjá einnig: Hvað var að frétta í febrúar? Hér kemur marsmánuður frá þeim skvísum: https://www.youtube.com/watch?v=W5Lbj-nebsI&ps=docs

Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu

Æðilsegt brauð frá Ljúfmeti.com Mér þykir þetta brauð vera himnasending um helgar þar sem deigið er gert klárt kvöldið áður og látið hefast í ofnskúffu í ísskápnum yfir nóttina. Um morguninn er ofnskúffunni bara skellt í heitan ofninn á meðan lagt er á borð og hellt upp á kaffi. Dagurinn getur varla byrjað betur! Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu – 16 stykki 50...

27 jákvæðar leiðir til að hrósa börnum okkar

Börnin okkar eru okkur allt, en það er ekki alltaf sem við leyfum þeim að heyra það.  Lofsömum þau, segjum þeim í það minnsta einu sinni á dag hve mikils virði þau eru fyrir okkur. Sjálfstraust barnanna. Hrós, hvatning og falleg orð er nauðsynlegur hlutur af daglegum samskiptum okkar við börnin okkar, alveg óháð aldri þeirra.  Börn þróa sjálfið sitt í...

Búðu þér til hræódýra varaliti í öllum regnbogans litum

Vissir þú að það má bræða vaxliti og búa til varaliti úr þeim? Hver vill ekki eigan gulan varalit? Eða skærgrænan? Þetta er algjör snilldarhugmynd - og þú færð glás af varalitum fyrir talsvert minni pening en ella. Rétt er að taka fram að engin skaðleg efni eru í vaxlitum. Þess vegna er alveg óhætt að smyrja þeim á...

Páskakrútt: Sætustu kanínur heims hnoðrast í bleikum inniskóm

Hvað er betra en að byrja páskamorgunn á tveimur örsmáum og dúnmjúkum, fjaðurmögnuðum páskakaninum? Í bleikum inniskóm? Að springja úr yfirkrúttun? Þær eiga þúsundir vina, þessar tvær, en fleiri ævintýri loðboltanna má skoða á YouTube þar sem samansafn sykursætra kanínuhnoðra ber fyrir augu áhorfenda. Upprunalega krútthnoðrann má sjá á milli, en hún heitir Booboo og er margverðlaunaður krúttbolti. Sjá einnig: Ofursvínið Moritz...

10 hlutir sem karlmenn gera við typpið á sér

Það er örugglega svolítið spennandi að fikta aðeins í félaganum. Svona í góðu tómi. Hér á eftir fara 10 hlutir, sem allir karlmenn gera á einhverjum tímapunkti við typpið á sér - samkvæmt Cosmopolitan. Sjá einnig: „Hvað er eðlilegt typpi?” – Rannsókn sviptir hulunni af reðurlengd karla 1. Toga það út og suður. Fram og til baka. Og til hliðar. Menn verða að...

Uppskriftir

Marengsrúlla með kókosbollunum og marssósu

Þessi girnilega dásemd kemur frá Matarlyst á Facebook. Afar einfalt og fljótlegt er að útbúa marensrúllu, hægt er...

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...