23 ára og á tvö fyrirtæki – Byrjaði í rekstri eftir fæðingarorlof

Gerður Huld Arinbjarnardóttir er aðeins 23 ára gömul en er eigandi tveggja fyrirtækja, Sambandsmiðlunar og Blush. „Ég hef verið með Blush í um það bil ár en Sambandsmiðlunina í um hálft ár,“ segir Gerður í samtali við Hún.is. Áður en hún fór í eigin rekstur var hún í fæðingarorlofi.

Fyrirtækjunum fjölgar

Blush er með hjálpartæki ástarlífsins og eru þau til sölu á netinu en svo bjóða þau líka upp á fríar heimakynningar. „Hjálpartækin sem við seljum í Blush eru dýrari en þau sem fólk er vant en þau endast líka miklu lengur. Þau eru með því sem kallast silki sílikoni utan á sem er mýkra og betra en þetta venjulega. Það loðir ekki allt við það eins og þetta venjulega sílikon sem er á mörgum hjálpartækjum,“ segir Gerður um hjálpartækin.

Þegar Gerður opnaði svo Sambandsmiðlunina segir hún að það hafi eiginlega bara gerst óvart: „Ég var að hugsa hvað væri eiginlega í boði fyrir fólk sem væri til að mynda að koma úr löngum samböndum, er eldra en 25-30 ára, er komið með börn og búið með þennan djammpakka, ef það langar að kynnast einhverjum af hinu kyninu. Það sem var í boði var bara miðbærinn um helgar, internetið og svo eru svona hópar allskonar, gönguhópar, danshópar og fleira en það var engin svona þjónusta í boði.“

Ekkert í boði fyrir þá sem vilja ekki fara í miðbæinn

Gerður segir að þeir sem leita til Sambandsmiðlunarinnar séu oft fólk sem á löng sambönd að baki og jafnvel fólk sem hefur misst maka sinn og langi til að kynnast einhverjum, en langar ekki að fara á djammið til þess. Hún segir að margir séu með þá ranghugmynd að þeir sem leiti til Sambandsmiðlunar séu bara fólk sem er orðið örvæntingafullt í leit að maka, það sé alls ekki raunin. „Þetta er eins heilbrigð leið til að kynnast einhverjum og hægt er. Fólk hittist bara og spjallar, allir edrú, það eru allir að leita að því sama. Þegar þú ert hinsvegar niðrí bæ þá geturðu verið að tala við einhverja manneskju á barnum í 3 klukkutíma og þú ert kannski að spá í sambandi meðan hinn aðilinn er að hugsa um eitthvað allt annað.“

Þegar fólk skráir sig í Sambandsmiðlunina þá fer viðkomandi í viðtal hjá Hrefnu sem er sálfræðingur og þar sem komist er að því hverju manneskjan er að leita að í fari hins aðilans, hver áhugamál fólks eru og reynt er að para fólk saman með tilliti til alls sem fram kemur í viðtalinu. „Fólkið sem kemur til okkar hefur flest prófað eitthvað annað, eins og að fara í bæinn og hefur séð að það er ekki fyrir þau. 25% þeirra sem hafa skráð sig hjá okkur er komin í samband og miðað við að fyrirtækið er ekki nema 9 mánaða er það mjög gott hlutfall. Það eru um 500 manns á skrá hjá okkur í dag.

Nóg að gera

Gerður segir að auðvitað sé alltaf nóg að gera hjá henni og stundum jafnvel alltof mikið. Það sem bjargi henni hinsvegar sé að eiga góðan og skilningsríkann mann. „Ég fór úr því að vera heimavinnandi húsmóðir sem gerði nánast allt á heimilinu í það gera nánast ekki neitt heima,“ segir þessi orkumikla kona að lokum.

 

Heimasíða Sambandsmiðlunar

Heimasíða Blush

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here