Viltu vita hvernig ég fór að því að breyta þessu…..

…í þetta?

Þá er um að gera að halda áfram að lesa.

Ég byrjaði á því að þrífa alla diskana og kertastjakana mjög vel og svo sprayjaði ég þá. Ég elska þessa spraymálingu, fæst í Slippfélaginu og ég hef alltaf verið mjög ánægð með árangurinn. Ég veit að sumir eru að lenda í vandræðum með að spraymálingin þeirra leki, en í þessu (eins og mörgu öðru) gildir að þolinmæli þrautir vinnur allar, Róm var ekki byggð á einum degi og svo framvegis. Galdurinn er sem sagt að sprayja oftar en fara bara létt yfir í hvert skipti. Þegar allt hafði þornað þá fór ég yfir þessu lakki (sem ég keypti líka í Slippfélaginu).

Svo límdi ég allt saman með E6000 en þú getur notað hvaða lím sem er, passaðu bara að hafa það nógu sterkt.

Svo er bara að finna rétta hlutinn á nýja bakkann þinn.

SHARE