Þetta er gott til þess að minna sig á það hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Þessi 45 atriði eru skrifuð af 90 ára gamalli konu

 

 1. Lífið er ekki sanngjarnt, en það er gott samt sem áður

 2. Þegar þú ert í vafa, taktu hænuskref

 3. Lífið er of stutt til þess að hata fólk

 4. Ekki taka þig of alvarlega, enginn annar gerir það

 5. Borgaðu kreditkortareikninginn í hverjum mánuði

 6. Þú þarft ekki að hafa betur í öllum rifrildum. Verið sammála um að vera ósammálahappy-people-job-opportunities

 7. Gráttu með einhverjum. Það er hollara en að gráta ein/n

 8. Leggðu fyrir peninga fyrir eftirlaunaaldurinn, alveg frá fyrsta launaseðli

 9. Þegar kemur að súkkulaði áttu ekki að halda aftur af þér

 10. Sættu þig við fortíðina svo hún eyðileggi ekki nútíðina þína

 11. Börnin þín mega alveg sjá þig gráta

 12. Ekki bera líf þitt saman við líf annarra. Þú veist ekkert hvað þau hafa upplifað á sinni lífsleið

 13. Ef sambandið sem þú ert í þarf að vera leyndarmál, þá ættir þú ekki að vera í því

 14. Lífið er of stutt til að velta sér upp úr því sem miður fór. Hafðu nóg að gera við að lifa, ekki deyja 

 15. Þú kemst í gegnum allt ef þú lifir einn dag í einu

 16. Rithöfundur skrifar. Ef þig langar að vera rithöfundur, skrifaðu þá. 

 17. Það er aldrei of seint að eiga hamingjuríka barnæsku. Sú seinni er í þínum höndum og einskis annars. 

 18. Þegar kemur að því sem þú elskar í lífinu, ekki sætta þig við nei sem svar

 19. Kveiktu á kertunum, notaðu góðu rúmfötin, gakktu með fallega skartið. Ekki spara það til sérstaks tilefnis. Dagurinn í dag er sérstakur.

 20. Undirbúðu þig vel og láttu þig svo bera með straumnum

 21. Vertu sérvitur í dag. Ekki bíða eftir því að verða gömul til þess að ganga í fjólubláu

 22. Mikilvægast kynfærið er heilinnhappy

 23. Það stjórnar enginn þinni hamingju nema þú

 24. Við hverjar einustu „hamfarir“ hugsaðu þá: Mun þetta skipta máli eftir 5 ár

 25. Fyrirgefðu öllum allt

 26. Hvað öðru fólki finnst um þig, kemur þér ekki við

 27. Tíminn læknar nánast allt. Gefðu tímanum tíma

 28. Hversu slæmar eða góðar sem aðstæðurnar eru, þá munu þær breytast

 29. Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik/ur, vinir þínir munu gera það. Vertu í sambandi við vini þína

 30. Trúðu á kraftaverk

 31. Það sem drepur þig ekki, mun í alvöru gera þig sterkari

 32. Að verða gamall/gömul er skárri kostur en að deyja ung/ur

 33. Börnin þín munu bara eiga eina barnæsku. Gerðu hana eftirminnilega

 34. Farðu út á hverjum degi. Kraftaverkin bíða þín í alvörunni

 35. Ef við myndum öll henda vandamálunum okkar í hrúgu og sæjum vandamál annarra, myndum við grípa okkar strax aftur

 36. Ekki ritskoða líf þitt. Mættu á svæðið og gerðu það besta úr aðstæðunum

 37. Losaðu þig við allt sem er ekki nytsamleg, fallegt eða gleðilegt

 38. Það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið, er að hafa elskað

 39. Öfund er tímasóun. Þú hefur allt sem þú þarft nú þegar

 40. Það besta er eftir 

 41. Það skiptir engu hvernig þér líður, farðu á fætur, klæddu þig og láttu sjá þig

 42. Dragðu djúpt andann. Það róar hugann

 43. Ef þú spyrð ekki, veistu ekki

 44. Afrakstur

 45. Það er ekki slaufa á lífinu en það er samt gjöf 

 

SHARE