Það eru engar sérstakar týpur kvenna sem halda frekar framhjá en aðrar.

Hér eru 5 algengustu ástæður þess að konur halda framhjá samkvæmt sambandsráðgjafanum og sálfræðingnum Renee Lee.

1. Hún gengur í gegnum breytingar

Hvort sem það er útskrift, að ná ákveðnum aldri, að missa foreldri eða annað álíka þá fara konur oft í mikla sjálfsskoðun við svona breytingar. Jafnvel þó þessar breytingar séu af hinu góða eins og til að mynda útskrift, þá fara konur að hugsa hvert líf þeirra stefnir og hvað þær eru að gera í lífinu. Óþægindin sem geta fylgt breytingunum geta leitt konur út í það að leita leiða til að dreifa huganum frá því sem er í gangi.

2. Henni finnst hún ekki metin að verðleikum

Það hafa allir lent í þessu. Konan fær stöðuhækkun, stendur sig vel í íþróttum, heldur stóra veislu og finnst hún ekki fá nægilega mikið hrós. Þetta gerist að sjálfsögðu á báða bóga og Renee segir að konur vilji að eiginmaðurinn taki eftir því sem þær gera, afrekum þeirra og kunni að meta þær. Þegar þær upplifa að þetta sé ekki raunin getur það valdið gremju, ófullnægju, óánægju og eirðarleysi. 

3. Þær finna að sambandið er að enda

Þegar kona finnur að sambandið er að enda og er kannski ekki að sætta sig við það, þá fer hún oft að fylla upp í tómleikatilfinninguna og dempa höggið með því að líta í kringum sig og kanna markaðinn.

4. Sambandið er ekki lengur skemmtilegt

Það er bara of erfitt að slíta sambandinu. Renee segir: Þegar þú hlærð ekki, þá elskarðu ekki. Hlátur er eitt af lykilatriðum þess að samband geti gengið en hlátur er oft vanmetinn í samböndum. Þegar sambandið er orðið hversdaglegt og parið er orðið leitt á þessu, þá getur samstarfsfélagi eða vinur sem léttir lundina orðið til þess að vekja upp freistinguna.

5. Það er ekki nógu skemmtilegt í svefnherberginu

Karlmenn eru ekki þeir einu sem þurfa fjör í svefnherberginu. Konur þurfa líka að finna að þær séu þráðar og ef hún er ekki að fá neitt kynlíf heima hjá sér og enga nánd þá fara þær að finna fyrir tómi. Þær geta farið að leita að spennunni og viðurkenningunni annarsstaðar.

 

SHARE