5 vandamál við það að búa saman – Og lausnir

Það er stórt skref í öllum samböndum að fara að búa saman. Sérstaklega ef þetta er fyrsta sambúðin eða í fyrsta skipti í langan tíma sem þú ert að fara að búa.

Hér eru 5 þekkt vandamál sem koma upp og lausnir við þeim:

Innilokunarkennd

Þið voruð að rífast og þig langar bara að fá smá tíma útaf fyrir þig en allt í einu er þín íbúð orðin hans/hennar íbúð líka. Lausn: Ef þú ert manneskja sem þarft virkilega að fá þitt svigrúm eftir rifrildi, til þess að jafna þig þá þurfið þið að finna leið til þess að leyfa hvort öðru að vera ein. Farðu í langt bað með læsta hurð og notaðu tímann til að einbeita þér að því að njóta þess að vera ein/n. Farðu í bíltúr eða göngutúr, hringdu í vin eða vinkonu og kíktu í kaffi.

Hvað nú?

Eftir að þið hafið flutt inn saman fara spurningum að rigna frá fjölskyldunni um það hvað sé næst á döfinni hjá ykkur. Eru að koma börn, eruð þið að fara að gifta ykkur? Það er mikill streituvaldur að taka svona stóra ákvörðun og vera um leið spurð/ur að því hvenær næsta stóra ákvörðun verði tekin. Lausn: Njótið líðandi stundar. Allt hefur sinn stað og sína stund og gerið fjölskyldunni það ljóst að þetta muni allt gerast á sínum tíma. Það ER stór ákvörðun að flytja inn saman og leyfið ykkur að njóta þess í smá tíma.

Hvað með MITT líf?

Þú gerir þér grein fyrir því að þú ert að kveðja líf þitt eins og það var og byrja nýjan kafla. Þú vilt halda í ákveðið sjálfstæði samt sem áður. Lausn: Þú hefur gert það að forgangsatriði að eyða tíma með kærastanum/kærustunni þegar þið bjugguð ekki saman. Nú þarftu bara að nota sömu aðferð til þess að eiga tíma með vinunum og það sem er meira mikilvægt að eyða tíma með sjálfum/sjálfri þér.

Hann/hún gengur ekki vel um

Það getur verið að þér finnist hinn aðilinn gangi illa um eða jafnvel að þér finnist hinn aðilinn vera með hreingerningaráráttu og það getur haft mikil áhrif á sambúðina. Lausn: Talið saman um þetta og finnið hinn gullna meðalveg sem allir geta verið sáttir með.

Ekki sami smekkur

Þið hafið einfaldlega ekki sama smekk fyrir því hvernig heimilið ykkar á að vera. Lausn: Gefið bæði aðeins eftir og skoðið síður á netinu þar sem þið getið fengið í sameiningu nýjar og ferskar hugmyndir.

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here