14 ráð sem er allir ættu að kynna sér

Það er alltaf gaman að sjá ný og skemmtileg húsráð sem geta auðveldað manni alla hluti, stytt manni leið jafnvel. Það er nefnilega oft mjög gott að vera úrræðagóður í lífinu.

Bright side tók saman þessi ráð og við höfum séð fæst þeirra áður.

1. Á almenningssalernum skaltu aldrei nota klósettpappírinn að utanverðu og alls ekki fyrsta blaðið á rúllunni. Maður getur aldrei verið of öruggur.


2. Ef þú færð flís er best að setja bananahýði á staðinn þar sem flísin er og festa með límbandi. Eftir smá tíma verður ekkert mál að ná flísinni.

Ok ég verð að viðurkenna að þetta ráð er nokkuð spes og ég veit ekki hvað bananahýðið ætti að gera annað en að „sjóða“ húðina. Það er talað um að eftir nokkra klukkutíma verði hægt að ná flísinni. En þetta verður einhverntímann prófað á mínu heimili…. kannski.


3. Þetta er geðveikt sniðugt! Settu límband utan um naglaklippurnar svo neglurnar fari ekki út um allt heldur festast í límbandinu. Svo náttúrulega þarf að taka límbandið og henda því og setja nýtt fyrir næsta skipti.


4. Þegar þú vilt spila hljóð úr símanum þínum og vilt heyra meira í henni þá er gott að setja símann í stóran glervasa/skál.


5. Hvað á að vera í matinn? Skrifaðu alla réttina sem mögulegt er að gera og notaðu svo tening til að ákveða.

Þetta er sniðugt ef þú á 60 hliða tening. Ef ekki er einfaldlega hægt að fara á google og skrifa „random number between 1 and 60“. Þá kemur númer valið af handahófi.


6. Notaðu gormateygju til að halda hálsmenum þínum frá því að flækjast. Gott ef þú ert að fara að ferðast.

Þetta getur verið agalega sniðugt fyrir marga. En ég sé mig ekki alveg geta gert þetta án þess að þetta fari í flækju og vitleysu. En kannski er það bara ég….


7. Sparaðu plássið í ofninum með því að baka pizzurnar svona, á einni plötu.

Nú tel ég mig vera ágæta í rökhugsun og var á sínum tíma góð í Tetris. En þetta hafði ég ekki fattað að gera.


8. Ekki hafa tannburstann þinn við vaskinn með engri hlíf. Betra að hafa hann uppi í skáp eða í poka.


9. Ef þú gleymir að setja á þig svitalyktareyðir, er gott að taka smá spritt og „dúmpa“ því í handakrikana. Það drepur sýklana sem valda svitalykt.


10. Ekki deila vatnsbrúsanum þínum með öðrum. Það sama á við um varasalva, tannbursta og rakvél.


11. Sveppir geymast best í bréfpoka og haldast ferskir lengur í þeim.


12. Þú getur haldið handklæðinu pikkföstu um mittið á þér með því að brjóta tvisvar upp á það eins og á þessari mynd


13. Ef þú átt það til að ferðast með köttinn þinn er sniðugt að leyfa honum að slaka á í búrinu heima við og venja hann á að búrið sé griðarstaður.


14. Ó hallelúja! Af hverju vissi ég ekki af þessu? Þetta er alveg miklu meira en bara sniðugt.

SHARE