Sævar Poetrix gefur út nýtt lag!

Margir kannast við Sævar Poetrix sem  gaf út plötuna “Fyrir lengra komna” árið 2008. Það var einmitt á þeirri plötu sem Sævar & Bubbi Morthens fluttu lagið “Vegurinn til glötunar” sem varð eitt vinsælasta lagið á helstu útvarpsstöðum landsins. Í dag vinnur Sævar hjá tónlistarfyrirtækinu Gogoyoko auk þess sem hann er að semja tónlist og er nýrrar plötu að vænta alveg á næstunni.

Hér að ofan birtum við nýtt lag eftir þá félaga, Sævar, Ármann Yngva Ármannsson & Rafn Helgason. Gaman er að minnast á það að allt í laginu fyrir utan bassa og gítar er gert með mannslíkamanum. Okkur þykir textinn einnig áhugaverður og tókum  Sævar tali.

 

Hvernig varð lagið til?

Lagið varð til þegar að við vinnufélagarnir stóðum úti á palli í vinnunni í reykingapásu í glampandi sól í sumar. Hann Rabbi var að leika sér að glamra á gítarinn, Ármann byrjaði að raula með og ég fór að rappa eitthvað sem mér fannst passa við. Tveim mínútum seinna vorum við komnir með lag og texta Við spiluðum lagið ekki aftur, né fórum í útsetningar eða pælingar fyrr en við mættum í stúdíóið, svo þetta er algjört lag augnabliksins.

 

Textinn í laginu er skemmtilegur, segðu mér aðeins frá honum.

Textinn fjallar um strák sem er ástfanginn af afgreiðslustúlku á veitingastað. Hann er kominn nokkrum mílum á undan sér í hausnum og byrjaður með henni, farinn að rífast við hana, stunda kynlíf með henni og farinn að upplifa tilfinningaflækju sambandsins. Smá allergoría fyrir það geðveikisástand sem ástin er.

 

Ertu að vitna í persónulega reynslu?

Persónulega reynslu? Já og nei, ég hef að sjálfsögðu heillast af konum, rifist, verið í ástríðufullum samböndum og átt koddahjal og kynlíf. Hingað til hefur persónuleiki minn samt ekki dregið mig í það að vera heltekinn af einni konu, á það ennþá eftir. Það besta síðast? Það má segja að lýsingar eða þessi litlu snapshots af tilhugalífi sé persónuleg reynsla en heildarmyndin skáldskapur. Ég hef reyndar alltaf verið spenntur fyrir skapmiklum konum með stóra persónuleika þannig að það þetta aðdráttarafl sem hann finnur að þessum „little ball of fire“ og vandræðum er kannski eitthvað sem hann lærði af mér. Hver veit? Ég veit að ég hef gaman af því.

Það verður spennandi að fylgjast með Sævari í framtíðinni, hlusta á lög hans og pæla í textunum sem að öllum líkindum verða áhugaverðir og óvenjulegir.

Til hamingju með  nýja lagið!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here