Fiskarnir narta í fætur – Frábær slökun í Fish Spa Iceland

Fish Spa Iceland er ný og spennandi nýjung á Íslandi. Við höfum áreiðanlega öll séð og heyrt af þessu einhversstaðar erlendis þó svo við höfum fæst kannski prófað þetta. Þetta er semsagt að dýfa fótum í vatn og leyfa þeim að snyrta tærnar og iljarnar.

Hallgrímur Andri Ingvarsson er einn þeirra sem eru að byrja með Iceland Fish Spa hér á landi en stofan verður staðsetta á Hverfisgötu 98. Við hjá hún.is spjölluðum við Hallgrím í vikunni og spurðum hann meðal annars hvernig þetta hefði komið til:

„Þessi hugmynd kom upp þegar við vorum erlendis og fórum í Fish Spa. Okkur líkaði vel og vildum endilega koma upp einu slíku hér á landi! Þetta hefur verið stundað í langan tíma m.a í Tyrklandi en á seinustu árum hefur þetta orðið vinsælt út um allan heim.“

Marga kann að hrylla við því að láta fiska snyrta sig til en þegar maður lætur á reyna er reynslan hin notalegasta og hverrar krónu virði. Hallgrímur sagði okkur að fiskarnir narta dauða húð af fótum og gera fæturnar mýkri, sléttari, fallegri og auðvitað heilbrigðari. „Fiskarnir, sem heita Garra Rufa fiskar, hafa engar tennur og bíta því ekki né meiða heldur narta þeir einungis dauða húð af fótum og framkalla örnudd, og tungan þeirra er gróf,“ segir Hallgrímur og bætir við: „Garra Rufa fiskarnir eru gæddir þeim eiginleikum að þeir finna taugaenda í löppunum og hjálpa til að koma jafnvægi á taugakerfið, róa allan líkamann og láta þér líða vel. Garra Rufa eru kallaðir Læknafiskarnir (eða Doctor Fish) vegna þess að þeir auka blóðflæði, endurnýja húðina og hjálpa þér að slaka á. Þegar þeir narta húðina af þá skilja þeir eftir ensími sem heitir Ditranol sem lætur húðina endurnýja sig. Garra Rufa fiskarnir hafa þá eðlishvöt að narta í dauða húð.“

2013-05-19 14.08.46

Fish Spa Iceland leggur að sjálfsögðu mikið uppúr hreinlæti á stofu sinni og er hún mjög snyrtileg. Fiskabúrin eru þrifin mjög ört og dælur og síur hreinsa búrin stanslaust. Auk þess er sérstakur UV hreinsibúnaður sem dauðhreinsar vatnið svo maður getur verið alveg óhræddur við að setja fætur sínar í vatnið.

Fish Spa Iceland opnar formlega á mánudaginn og er að sjálfsögðu með heimasíðu og Facebook.

Hún.is og Fish Spa Iceland ætla að gefa einhverjum einum heppnum, sem skilur eftir athugasemd hér fyrir neðan, gjafabréf fyrir tvo í 20 mínútna Fish Spa.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here